Goðasteinn - 01.09.1997, Page 32
Goðasteinn 1997
Sigurður Björnsson, Kvískerjum:
Hugað að Kötlugosi 1918
Eftir að Katla gaus 1918 tóku Gísli
Sveinsson sýslumaður og Guðgeir
Jóhannsson kennari saman frásagnir
um gosið og afleiðingar þess, báðar
ítarlegar og bæta hvor aðra upp. Fleiri
þættir eru til um þetta gos
og er því vel vitað um
gang þess og afleiðingar.
Einnig er nokkuð vitað
um sum fyrri gos Kötlu,
þó ekki sé það eins ítar-
legt. Samt vakna spurn-
ingar í sambandi við
Kötlugosin, sem ég
minnist ekki að hafa séð
svör við á prenti.
Fróðlegt væri að vita
hvernig jökullinn á
Kötlusvæðinu leit út fyrir gosin og
hvort hann var líkur þegar gosin hófust.
Einnig hvort menn höfðu einhverja
fasta punkta að miða við og hvort
menn gátu gert sér einhverja hugmynd
um hvort gos var í aðsigi. Um þetta
minnist ég ekki að hafa séð neitt skráð.
Enginn vafi er þó á að menn í Alfta-
veri og Meðallandi hafa hugleitt hvort
ekki mætti sjá merki um hvort Katla
mundi sofa í náðum næstu ár, eða að
hætta væri á að hún ryki upp á næstu
dögum. En nú munu fáir eða engir vera
á lífi sem muna hvernig Katla leit út
fyrir 1918 og hvað talað var um í sam-
bandi við hana á þeim tíma. En vel
gætu einhverjir hafa heyrt sagt frá
þessu, og fyrir tilviljun var mér einu
sinni sagt nokkuð um þessa hluti, og
skal nú að því vikið.
Það mun hafa verið
árið 1946, fremur en
1947, að ég keypti rafal af
Jóni Ormssyni rafvirkja-
meistara og var það
upphaf að kynnum mínum
við þann ágæta mann og
hans fjölskyldu. Hvort
það var í þetta fyrsta sinn
eða seinna að Kötlu bar á
góma man ég ekki, en þá
sagði Jón mér ýmislegt,
sem ég hef ekki séð eða heyrt nema þá.
Jón var fæddur í Meðallandi 1886
og var þar til 1911. Hann hafði því
Kötlusvæðið fyrir augum hvern
heiðríkan dag á þeim tíma, og hafði
kynni af fólki sem vel mundi gosið
1860 og jafnvel það sem kom 1823, en
svo var um ömmu hans, Vilborgu
Stígsdóttur, sem var 10 ára þegar það
gos kom, en hún átti alltaf heima í
Meðallandi og lést 1912. Hann hefur
því áreiðanlega heyrt talað um Kötlu-
gosin sem komu á 19. öldinni og heyrt
hverju menn bjuggust við af Kötlu.
-30-