Goðasteinn - 01.09.1997, Qupperneq 305
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
Búðarhóli. Barnabörn fæddust heima í
Mið-Mörk og önnur barnabörn þeirra
komu í heimsókn.
Árið 1988 fluttu þau hjónin á
Hvolsvöll, fyrst til Sigurbjörns sonar
síns og Sigurlínar Sigurðardóttur, en
síðar fluttu þau á Kirkjuhvol þar sem
þau eignuðust sitt annað heimili.
Sveinbjörn andaðist 1990 en Stína átti
sitt heimili áfram á Kirkjuhvoli.
Barnabörnin hennar voru orðin 23 og
barnabarnabörnin 6.
Árið 1994 fékk hún boð þess sem
nú er orðið og fór þá á Sjúkrahús
Suðurlands á Selfossi og aftur í maí
1996, og kom í bæði skiptin heim aftur
á Kirkjuhvol, sæl eftir stutta sjúkra-
húslegu. Hinn 30. júní sama ár fór hún
á sjúkrahúsið aftur og andaðist þar 6.
júlí.
Séra Halldór Gunnarsson í Holti
Lilja Þorgríma Ingvarsdóttir frá
Neðra-Dal
Lilja Þorgríma var fædd í Sels-
hjáleigu í Austur-Landeyjum hinn 28.
júlí árið 1907, níunda barn hjónanna
Guðbjargar Ólafsdóttur og Ingvars
Ingvarssonar er þar bjuggu þá, en
fluttust síðar að Neðra-Dal undir
Vestur-Eyjafjöllum. Alls varð þeim
hjónum auðið 16 barna, og af þeim
komust 11 til fullorðinsára. Þau 5 sem
dóu í bernsku voru, auk eins óskírðs
barns, Svala, Guðrún Svala, Jósep og
Þorgrímur, en hin sem upp komust
voru, auk Lilju, þau Ólafur, Óskar,
Ingólfur, Samúel, Tryggvi, Svava,
Elín, Lovísa, Leó og Ingibjörg, og lifa
þau þrjú síðasttöldu öll systur sína.
Hið barnmarga heimili hjónanna í
Neðra-Dal útheimti þungan lífróður
mót straumi fátæktar og bágra lífskjara
oft á tíðum, sem gerði þeim þann kost
nauðugan að sjá á bak Lilju barnungri
í fóstur til vandalausra. Fór hún að
Brúnum í sömu sveit til hjónanna Vig-
fúsar Bergsteinssonar og Valgerðar
Sigurðardóttur sem ólu hana upp síð-
an, og þeim bast hún nánum böndum.
Heimili þeirra var annálað myndar- og
menningarheimili og þar naut Lilja
ástríkis og atlætis til líkama og sálar
sem hún bjó að ævilangt, því hún var
bókelsk kona alla tíð, fróð og vel lesin,
og átti sjálf ágætt safn góðra bóka.
Börn þeirra Vigfúsar og Valgerðar sem
urðu uppeldissystkini hennar voru þau
Sigurður, bóndi og kennari á Brúnum,
Anna, húskona þar, Katrín, ljósmóðir í
Nýjabæ og Jón, byggingameistari á
Seyðisfirði. Einnig ólust upp á Brún-
um samtíða Lilju þau Sigrún Einars-
dóttir frá Söndum og Markús ísleifs-
son er síðar fluttist til Reykjavíkur.
Lilja vandist ung við hvers kyns
-303-