Goðasteinn - 01.09.1997, Page 280
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
Guðjón átti til margra ára Willys
jeppa og á honum komst hann allra
sinna ferða sem kannski flestar lágu
hingað austur í Rangárþing, þar sem
æskustöðvar hans voru og eftir því sem
árin liðu, lágu allar leiðir heim á ný.
Hann var ekki viðhlæjandi allra, en
þeim sem hann tók gaf hann tryggð
sína alla og nánum vinum og ættingj-
um var hann traustur sem bjarg.
Síðastliðin 16 ár dvaldi hann á
Dvalarheimilinu Lundi á Hellu og hlaut
þar góða aðhlynningu og umönnun.
Hann var heilsuhraustur lengstum, en
smám saman þvarr honum máttur,
heyrnina missti hann fyrir um 10 árum
og upp úr því fann hann sig bugaðan af
Elli kerlingu. Hann andaðist að morgni
14. júlí 1996, níræður að aldri. Hann
var jarðsettur í Skarðskirkjugarði.
Séra Halldóra J. Þorvarðardóttir í
Fellsmúla
Guðjón Guðmundur Torfason,
Vestri-Tungu
Hann var fæddur í Brandon í Kan-
ada hinn 18. október árið 1910 og kom
til íslands 7 eða 8 ára gamall eða um
það leyti er dró að lokum heimstyrjald-
arinnar fyrri. Hann átti þá í fórum sín-
um óvenjulegt og fagurlega litskreytt
skjal, er vottaði skírn hans. Þótti hon-
um vænt um það og varðveitti æ síðan.
Foreldrar hans voru Torfi Björnsson
lengst af sjómaður og kona hans Stef-
anía Guðnadóttir. Torfi var ættaður úr
V.-Landeyjum í föðurættina, en í móð-
urættina úr Selvognum og þaðan var
Stefanía einnig ættuð. Þau Torfi og
Stefanía eignuðust fjögur börn, sem nú
eru öll látin: Guðný, Ragnar, Olafur og
svo Guðjón. Guðjón átti fimm hálfsyst-
kini: Stefaníu, sem er látin, og Gunnar
Má í Hafnarfirði, Einar í Reykjavík,
Vilborgu í Reykjavík og Hrönn í
Keflavík, öll á lífi (í ársbyrjun 1996).
Árið 1945 gekk Guðjón í heilagt
hjónaband í Reykjavík, er hann kvænt-
ist eftirlifandi konu sinni, Júlíu Guð-
rúnu Jónsdóttur. Standa ættir hennar í
Grindavík og víðar suður með sjó. Hið
langa hjónaband Guðjóns og Júlíu var
mjög gott og farsælt og stóð í liðlega
hálfa öld. Giftingardagurinn þeirra var
13. janúar eða nákvæmlega sami mán-
aðardagurinn og útför Guðjóns var
gerð.
I Reykjavík voru helstu vinnustaðir
Guðjóns Vélasmiðjan Hamar, þar sem
hann hóf sitt verklega nám í plötu- og
ketilsmíði og einnig Stálsmiðjan þar
sem hann leysti hvers kyns járnsmíði af
hendi. Á þessum stöðum lærði hann
fyrst og fremst verklegu þættina í sínu
iðnnámi. Sjálft meistarabréfið hans
staðfestir hann sem plötu- og ketilsmið.
Hann starfaði við fyrstu Sogsvirkjunina
og hann vann að byggingu þeirrar vel-
-278-