Goðasteinn - 01.09.1997, Blaðsíða 110
Goðasteinn 1997
landlegum var sitthvað gert sér til
gagns og gamans. Þannig segir Hannes
Hreinsson, sem lengi var vinnumaður í
Hallgeirsey, frá því:
í landlegum, sem sjómenn kölluðu þá
Máríumessu, var ýmislegt starfað, og oft
var gleði og gáski, rímur kveðnar og jafnvel
ljóðasöngur og spilað á spil. Sumir kváðust
á, gefið var á skip, sett í horn og fundið
uppá mörgu til þess að létta af öllum
drunga og deyfð. Einn eða fleiri hafði
frumkvæði, en allir tóku þátt í þessum
dægrastyttingum.
Stundum komu saman margar skips-
hafnir og var þá efnt til bændaglímu. Þá var
líf í tuskunum.... Verkleg tómstundavinna
30 sbr. Haraldur Guðnason 1975:18
31 viðtal tekið 16. feb. 1997
29 Haraldur Guðnason 1966:130
var aðallega smíði og hampvinna. Menn
röktu upp gamalt tóverk og fléttuðu úr því
reiptögl, smíðuðu hrífuhausa, hagldir, klyf-
bera og fleira.30
Þegar komið var fram í apríl var
farið að huga að heimferð. Auk þess
varnings sem Landeyingarnir fluttu
með sér heim var algengt að börn og
unglingar úr Eyjum kæmu með til
kaupamennsku í Landeyjum um sum-
arið. Aður en lagt var í hann þurfti að
huga að kennileitum við Eyjar. Gengju
þrír sjóir yfir Nafarinn, sker fyrir vest-
an Eyjar, var talið ófært. Einnig var
tekið mark á Elliðaeyjartöngum. Vest-
anbrim í Höfninni á Elliðaey benti til
þess að ófært væri við Landeyjasand.31
Heimildir
Björg Jónsdóttir. 1974. Hagalagðar úr
Landeyjum. Goðasteinn, tímarit um menn-
ingarmál, 6:3-25. Jón R. Hjálmarsson og
Þórður Tómasson. Selfossi.
Grímur Thomsen. 1969. Ljóðmæli. Sigurður
Norðdal sá um útgáfuna. Mál og Menning.
Reykjavík.
Guðmundur Daníelsson. 1959. í húsi náung-
ans, viötöl. Isafold. Reykjavík.
______. 1962. Verkamenn í víngarði, viðtöl og
þættir. Isafoldarprentsmiðja. Reykjavík.
Haraldur Guðnason. 1966. Öruggt var áralag,
fjórtán þættir úr lífi sjómanna. Alþýðu-
prentsmiðjan. Reykjavík.
______. 1975. Saltfiskur og sönglist og níu aðrir
þjóðlegir þættir. Skuggsjá. Reykjavík.
Jón Skagan. 1971. Axlaskipti á tunglinu, min-
ningar og myndir. Skarð. Reykjavík.
Katrín Jónasdóttir. 1969. Fyrsta sjóferðin mín.
Goðasteinn, tímarit um menningarmál. Jón
R. Hjálmarsson og Þórður Tómasson,
Reykjavík.
Marmundur Kristjánsson. 1967. Atburður við
Landeyjasand. Goðasteinn, tímrit um
menningarmál, 6,2:3-12. Jón R. Hjálm-
arsson og Þórður Tómasson. Selfossi.
Þórður frá Bakka. 1975. Við Eyjasand. Suðri,
þættir úr framfarasögu Sunnlendinga frá
Lómagnúpi til Hellisheiðar. Bjarni Bjarna-
son frá Laugarvatni safnaði og gaf út.
Þórður Tómasson. 1953. Sagnagestur I.
Isafold. Reykjavík.
______. 1993. Sjósókn og sjávarfang, barátta
við brimsanda. Örn og Örlygur. Reykjavík.
Munnlegar heimildir
Haraldur Óskar Guðnason. 30. sept. 1911.
Stóra-Hildisey. Bessastígur 12 Vestmanna-
eyjum. (viðtal tekið 20. feb. 1997)
Vigdís Jónsdóttir. 14. júlí 1925. Stóra-Hildisey.
Háengi 2 Selfossi. (viðtal tekið 12. feb.
1997)
Þorsteinn Oddsson. 23. okt. 1920. Heiði Rang-
árvöllum. Nestún 23 Hellu. (viðtal tekið
16. feb. 1997)
-108