Skírnir - 01.01.1866, Page 5
England.
FRJETTIR.
5
þau tilfelli, er ætla aS raska J>ví, er kallað er „jafnvægi ríkja í
NorSurálfunni11. þjóSarjettur (þ. e. þjóíernisrjettur, þjóSernis-
regla, d. Nationalitetsprincip) og jafnvægi ríkja eru tvö aSalatriSi,
er kalla má a8 deili í tvo meginflokka enum voldugri ríkjum.
Austrænu stórveldin (Rússar, Prússar og Austurríki) líta meir á
jafnvægiS (utan ef þeim kemur sjálfum saman um aS raska því),
þar sem hinar vestiægu og suSrænu JpjóSir (Frakkar, Italir og
a8 nokkru leyti Englendingar) láta þaS í lægra haldi, er JpaS
kemst í bága viS þjóSernisrjettinn. JafnvægiS hafa menn aS vísu
orSiS aS miSa viS skrár og samninga, er nú þykja næsta úreltir
(Yínarsamn. 1815), en þó hefir aS því komiS, aS þeir er heinast
hafa fariS í gegn þeim (Frakkar), hafa orSiS aS skýrskota til
þeirra í sumum málum. þegar Frakkar og Bretar rjeSust móti
Rússum fyrir forræSi Tyrkja á austurjaSri NorSurálfunnar, kölluS-
ust þeir vera forvígismenn fyrir jafnVægi og rjettindum ríkja, og
enn fyrir skemmstu, er þeir tóku málstaS Póllendinga, báru þeir
fyrir sig samningana gömlu í Yínarborg og þau rök er þaSan
þóttu liggja til þess máls. Öllum er kunnugt, hversu marglitiS
mönnum verSur á þaS, sem á skránum stendur og hversu mönnum
tekst aS flækja þaS á ýmsa vegu, ef um völd eSa hagsmuni er aS
tefla, en þá verSur úrgreizlan vöndust, er aldarhátturinn sjálfur,
líf þjóSanna og þeir atburSir, er verSa meS þeim, raskar enum
fornu setningum, eSa sýnir aS þær eru áþekkar slitnum fatnaSi,
er sá er vaxinn upp úr, sem hafa skal. þá er gjörSir voru samn-
ingarnir í Vínarborg, varS rnönnum, sem von var þá, meir litiS á
ríkin en þjóSirnar, meir á rjett höfSingjanna en þegnanna, en
síSan hefir þaS brotizt upp er þá varS aS liggja niSri; þjóSirnar
hafa kvadt rjettar síns og á mörgum stöSum ráSiS kvöSum sínum
til framgangs og fullnaSar. TíSindin á Frakklandi og Ítalíu hafa
hezt sýnt, hvert Ijetthald menn hafa gjört úr Vínarsamningunum,
og aS öll en nýja skipun 1 þeim löndum er af öSrum rótum runnin.
Frakkar og Italir liafa líka kveSiS þaS skýrt upp, aS þjóSernis-
rjetturinn og þjóSaviljinn verSi aS vera grundvöliur Undir hinni
nýju griSasetning í NorSurálfunni, og þaS vissu allir aS slíkt
myndi haft uppi á þeim fundi, þar sem Napóleon keisari kvazt
mundu „mæla af hálfu Frakklands11. j?á er keisarinn hafSi þenna