Skírnir - 01.01.1866, Blaðsíða 38
38
FKJETTIK.
England.
fyrir J>aS hafi stöðvazt rafsegulkvikiS. Fjórar atreiSir voru gerSar
til aS draga þráöinn upp aptur, en hann bilaÖi jafnan í drættinum
undan svo miklum vatnsþunga, því þar var 6—700 faÖma djúp
er dregiÖ var. Öllum mátti finnast því meir til þessa óhapps,
sem húiÖ var að leggja um næstum "/i leiÖar (1063 enskar mílur
en 600 eptir), er skipin urÖu aö halda aptur viÖ svo búiö. Fje-
lagiö ætlar aö gera nýja tilraun í sumar komanda, og þ'ykir þeim,
sem skyn bera á, þráÖurinn nýi megi vera meÖ sama móti og hinn,
en vafiö þurfi aÖ vera traustara og betur vandaö. Nýr tilkostn-
aöur er reiknaÖur til hálfrar milljónar punda sterl. — Nú er
hraöfrjettaþráöur iagÖur um Austurálfu, um lönd Tyrkja, framhjá
Persabotni og svo til Kalkútta í Indíum, og þaÖan má fá fregnir
til Lundúna á einum degi, en mætti þó fyrr verÖa, ef umsjónar-
menn Tyrkja á fregnastöÖvum kynni betur meÖ aÖ fara, eÖa gerÖi
sjer far um aÖ flýta sendingunum.
Viktoría drottning fór í sumar eptir vanda kynnisför til Belgíu
og þýzkalands. J>ó svo langt sje liöiö frá láti Alberts prinz,
þykir enn nokkur sorgarbragur á háttum hennar, og sum blöÖ
hafa taliÖ aÖ því, aÖ hún gæfi söknuÖi sínum meira rúm og skipti
sjer minna af stjórninni en hlýÖandi væri. I febrúarmánuÖi setti
hún sjálf þíngiÖ í fyrsta sinn eptir dauÖa manns síns. Hún hefir
reist honum minnisvarÖa á ýmsum stöÖum og í sumar mun þaÖ
helzt hafa veriÖ erindiÖ aÖ sjá og vígja þann varÖa, er hún hefir
látiÖ setja í Kóbúrg. Mágur hennar, hertoginn af Sachsen-Coburg-
Gotha, hefir leidt til arfs aÖ ríki sínu Alfrcd prinz, son hennar.
I haust fastnaöi drottningin Helenu dóttur sína Kristjáni prinzi
af Ágústenborg, bróöur þess er kailar til höfÖingjarjettar í her-
togadæmunum (Holtsetalandi og Sljesvík). Sumum þótti, aÖ Vik-
toría drottning virÖa í slíku lítils mægÖirnar viö Danakonung, en
þaÖ orÖ hefir jafnan fariö af henni, aÖ hún frá öndveröu hafi haft
betri hug á málstaö þjóÖverja en Dana. Krónprinzinn og Alex-
andra kona hans voru eigi viÖ, er festarnar fóru fram, og segja
sumar sögur stundum heldur fátt milli þeirra mæÖginanna. Ungu
hjónin hafa nú eignazt annan son; hann heitir George FriÖrik
Edvarö Albert.