Skírnir - 01.01.1866, Blaðsíða 21
England,
FRJKTTIR.
21
annara orSa: „enginn má halda, aS jeg leggi of rnikið í þaö sain-
band, er Bandaríkin hafa gert viS vort hiS fagra ættland, til aS
kollvarpa ráSum og stjórn Englendinga á írlandi.11 J>á er rann-
sóknirnar og handtökurnar byrjuSu á írlandi fóru Feníar fyrir
vestan haf aS hafa meira um sig og settu stjórn fjelags síns á J>ann
stofn, sem ætti Jeir ríki aS ráSa. J>eir kusu sjer til forseta bann
mann, er John Mahoney heitir, en hann tók sjer ráSaneyti, og
síSan voru kjörnir menn til sæta í öldungaráSi og fulltrúar til
pings, allt aS fullum þjóSstjórnarhætti, Stjórn þessi hefir aSsetur
sitt í Newyork og hefir leigt þar höll eina til íbúSar og starfa.
Ýmsar hafa sögurnar gengiS um ráS og fyrirhugan Fenía þar
vestra, og þó á mörgu sje litlar reiSur aS henda, sem því, er
blöSin hafa sagt, aS þeir ætlaSi aS búa út herflota og haída meS
hann beint aS írlandi, mun hitt þó satt, aS þeir bæSi hafa mikinn
fjárkost og liSsafla til aS gera Englendingum illar ónáSir í landa-
eignum þeirra vestur frá, og aS stjórn Bandaríkjanna muni í engu
gera þeim tálma, hvaS sem þeir taka upp Englandi til óskunda.
SíSustu frjettir sögSu þaS frá Kanada, aS auk Fenia væri fjelag
stofnaS í enum austlæga (frakkneska) parti landsins og í þaS væri
þegar gengnir 280 þús. manna, er nefndu sig „syni frelsisins11.
Áform þeirra er, aS brjóta af sjer yfirráS Breta, og eiga þeir því
samvinnt viS Fenía, en hafa sem þeir stjórnarnefnd í Newyork.
Ef hvorutveggju samt greiSa Euglendingum svo höggiS, sem hátt
er reidt, mega þeir (Engl.) aS vísu ugga um ríki sitt í Kanada
og víSar vesturfrá, enda er helzt viS því búizt, aS þangaS verSi
snúiS enni fyrstu atreiS. Komist eigi sáttir á meS Englendingum
og Bandaríkjunum um þau mál, er fyrr er getiS, og eigi þau ekki
viS öSru aS snúast, er þaS margra geta, aS stjórn þeirra muni
hafa Fenía til forhleypis sjer inn í lönd Englendinga, þó hún í
fyrstu látist hvergi viS koma. þaS er engum unnt aS spá neinu
um málalyktir, ef aS slíku kæmi, en um þaS mega menn ganga
úr öllum skugga, aS Englendingar verSa þungir í skauti, hverjum
sem snýr vandræSum þeim á hendur, og enir verstu heim aS
sækja, ef meS ófriSi verSur fariS aS heimkynniseyjum þeirra.
þaS verSur eigi variS, aS þeir þurfa enn margt aS gera til yfirbóta