Ný sumargjöf - 01.01.1861, Qupperneq 13
13
burt með þremur kristnum riddurum, euda flýðu tvær hinar
elztu, en hin ýngsta sá sig uin hönd og er sagt, að hún
hafi andast hér í turninuiu.“
„Nú ránkar mig við,“ segir Jasinta, „eitthvað hef eg
heyrt sagt frá þessu, og grálið hef eg yfir forlögum vesl-
íngsins hennar Zorahayde.“
„það máttu vel gjöra,“ mælti fóstran, „því unnusli
Zorahayde var ætlfaöir þinn. Hann syrgði hana lengi, en
tímalengdin evddi loksins harmi hans; gekk hann þá að
eiga spánska stúlku, og áttu kyn þitt að rekja til hennar.“
Jasinta hugleiddi þessi orð fóstru sinnar. „það hefir
þá ekki verið neinn hugarburður það, sem eg sá,“ sagði
hún við sjálfa sig, — „að því geng eg nú vísu. En hafi það
verið svipur Zorahayde hinnarfögru, sem orð leikur á, að
gángi hér í turninum, þvi skyldi eg þá vera hrædd ? Eg
skal vaka hjá brunninum í nótt eðkemur; hver veit nema
hún birtist mér ennþá einusinni?“
Um miðnæturskeið, þegar kyrð var á komin, settist
hún aptur í höllinni; en er klukkan sló tólf i varðturni
Alhambraborgar fór brunnurinn aptur að æsast, vatnið
hleypti upp bóluin, sauð og freyddi upp á barmana,
þángaðtil serkneska konan aptur slé upp úr iðunni.
Hún var úng og fögur; klæði hennar glitruðu af gim-
steinum, og hélt hún á silfurgigju i hendinni. Jasinta skalf
og titraði og lá við aungviti, en vofan var svo þíð og
raunaleg í málrómi, og þó ásjóna hennar væri föl og dap-
urleg, þá var hún samt svo blíðleg, að Jasinta hughreysl-
ist á ný.
„því ertu svo stúrin, dóttir dauðlegra,manna?“ spurði
vofan, „þvi ókyrrirðu brunninn minn með tárum þinuin?