Ný sumargjöf - 01.01.1861, Qupperneq 27
27
Hinn óskipulegi nuigur Asiu manna geystist einsog æðandi
vatnsflóð á hendur hinni litlu þjóð, er i skjóli frelsisins
glæddi þá mentun, sem varð eilíf leiðarstjarna fyrir alda
og óborna. það var voðaleg blika, sem ægði morgunroða
Grikklands, en hinn helgi vindblær frelsisins feykti henni
burt af skeiði hinnar upprennandi sólar.
Grikkland hið forna var ekki eitt ríki, heldur heild eða
samsafn margra ríkja, sem hvert um sig hafði sína stjórn-
arskipun og sitt þjóðerni og áttu opt í stríðum sín í milli.
En þó var það margt, sem samtengdi alla kynþættina;
þeir voru sömu trúar, töluðu sama máli og voru
samferða á vegi mentanna og listanna; hver og einn
keptist við að verða lofaður af hinni grisku alþjóð. Sú
meðvitund var og rík hjá öllum Grikkjum, að þeir væru
audlegri, fegurri og fullkomnari öllum öðrum þjóðum í
þá daga, og mikiuðust þeir yfir þeim með öllum rétti.
Um þessar mundir stóð Persaveldi með mestum blóma
og var á stuttum funa undir stjórn herskárra konúnga
orðið hið voldugasta ríki í heimi. það tók yfir allan út-
suður hlut Asiu, mikinn part Afriku, sem þá var kunnug,
og l Evrópu voru þrakar og Makedónar skattgildir Persa-
konúngi. En þetta vlðáttumikla ríki geymdi í sér rót
spillingarinnar. 1 Persaveldi var enginn maður frjáls, nema
konúngurinn einn, sem var einráður yfir lífi og eignum
allra þegna sinna, eða réttara sagt, þræla. Að vísu voru
Persar, einsog margar Asiu þjóðir, vel á veg komnir í margs-
konar fræðum, listuin og iðnum, en mentun þeirra varð
samt aldrei nema hálfverk, því þá skorti hina lifandi og