Ný sumargjöf - 01.01.1861, Page 31
31
sá Mardonius þá ekki annað sýnna en að hverfa aptur lil
Asiu við svo búið (ár 492. f. K.).
Eptir ófarir þessar bjóst Darius til að hefja nýjan
leiðángur, en sendi þó fvrst kallara, er fara skyldu hver-
vetna um Grikkland og krefjast moldar og vatns, einsog
þegnskapar jarteikna. þeba og Egína játuðu þegnskyldu,
en ólíkt var sendimönnum svarað, er þeir komu til
Spörtu. í fyrstunni skildu Spartverjar ekki ræðu þeirra,
þó þeir mæltu á griska túngu, enda voru þeir og vanari
að heimta þegnskyldu en gjalda. — En er borgarmenn
skildu til fulls, hvað sendiboðarnir fóru fram á, urðu þeir
uppvægir af heipt, þó þeir annars væru ráðsettir og al-
vörugefnir; þeir störðu forviða á hina persnesku þræla og
gátu valla skilið, að þeir ætluðu Spartverjum slíka svivirð-
íngu, að gánga með fúsum vilja undir þrældóms okið.
Lauk þvi svo, að lýðurinn veitti sendimönnum atgaungu,
dró þá með sér að brunni nokkrum, hratt þeim ofan í og
kallaði eptir þeim: „þarna hafið þið mold og vatn!„*)
*) Eptir illvirki þetta urðu Spartverjar fyrir reiði Talþybiusar,
kallara Agamemnons, er þeir dýrkuðu, og birtust þeim nú
aldrei góðar jarteiknir af innyflum blótdýranna. Loksins buðust
tveir spartverskir menn til að afplána glæp þjóðarinnar og
færa Xerxes höfuð sín; hann var þá seztur að völdum eptir
Darius. Á leiðinni austur til Persa konúngs fundu þeir einn
persneskan liöfðíngja, er Hydarnes hét og bauð hann þeim í
veizlu. „Hvað kemur til þess,“ sagði hann við þá, „að þér
Spartverjar eruð svo tregir til að vingast við Persakonúng?
Dér getið séð á mér, hvernig liann umbunar dugandis rnönnum.
Ef þér játtuð lionum þegnskyldu, þá mundi liann vafalaust
gefa ykkur jarlsdæmi í Grikklandi.“ „Hydarnes!" sögðu
þeir, „ráð þitt hentar okkur ekki allshendis einsog þér. Þú
ræður okkur til þess, sem þú hefir reynt og er þó annað til,
sem þú hefir ekki reynt. |>ví reyndar veiztu gjörla, hvað
það er, að vera þræll, en frelsið hefirðu aldrei reynt ennþá,