Ný sumargjöf - 01.01.1861, Page 63
63
*
ágengl og sagði hann því af sér enibættuin sinuni og fór
heini aptur til ættjarðar sinnar.
. Konúngurinn gerði hann þá að trúnaðarmanni sinuni
og lét hann verða æðsta ráðgjafa sinn. Gerðist landið á
stuttum tíma frægt af liinum viturlegu lögum og tilskipunum
hans, en velgengni jóksl meðai allra stétta og kom allt
annar bragur á hirðina en verið hafði. Efldist ríkið og
blómgvaðist svo mjög fyrir dugnað þessa eina manns, að
öllum nábúaríkjunum fór að leika öfund á því og hugðu
þau á ráð til að hnekkja framförum þess.
Konúngurinn í Tsí hugsaði sér kænlegt bragð til að
drepa niður blómgvun landsins. Hann gerði út sendimenn
til konúngsins i Lou og lét þá færa honum fjölda afbragðs
fríðra kvenna, með miklum vinmælum. Kunnu þær prýði-
lega til dansleika og saunglistar og voru leiknar í allskonar
munaðar táli, svo að þeim veitti hægt að ginna konúnginn
og alla hirð hans. Gekk þá ekki á öðru en dansleikum,
veizlum og skrípalátum og sinnti enginn hinni viturlegu
kenntngu Konfuciusar. Ólifnaðar æði og gengdarlaus
eyðslusemi komu nú í stað starfsemi, reglusemi og spar-
semi. Kom það fyrir ekki, þó Konfucius reyndi að spyrna
á móti óhæfu þessari, því enginn gaf orðum hans gaum,
og eyddist landið af stjórnleysi og fátækt.
Sagði hann þá af sér embætti sínu, kvaddi föður-
land sitt og lcitaðist nú við að gera öðrum lönduin
gagn með kenningum sinum. Flyktist fjöldi lærisveina
að honum á ferðum hans og margir höfðíngjar sýndu
honum virðíngu, en margsinnis varð liann fyrir háðúng
og hrakníngum og opt komst hann í lífshættu. Bar hann
allt mótlæti með mestu stillíngu, því hann hafði óbiluga