Ný sumargjöf - 01.01.1861, Side 84
84
gryfjur, og flvtti sér hvað af tók þángað i áttina, sem
hann vænti sér bjargar. Má því nærri geta, hvort smiðnum
og öllum landeyðunum, sem hýmdu þar í smiðjunni, hefir
ekki verið dillað, þegar klerkurinn skjögraði til þeirra
bograndi með pottinn á höfðinu, móður og magnþrota,
másandi og bliudur, og sagði þeim með bendíngum öllu
fremur en með orðum, hvernig nú væri komið fyrir sér.
Kýmni þeirra, seui við voru, snerist nú í meðaumkvun,
því svo skoplegur sem klerkurinn var ásýndum, þarsem
liann stód einsog höfuðlaus með pottinn, einkum af því
fæturnir á pottinum vissu upp á við einsog hornin á
Belíal, þá bar samt brýna nauðsyn til, að hann yrði leystur
úr læðíngi, því ella mundi hann hafa sálast í pott-
inum Var hann eptir eigin beiðni leiddur inn í smiðj-
una og tlyktist hver um annan þveran til að hjálpa
sálusorgara sinum; lagði smiðurinn höfuð hans á steðjann
og var nú ekki seinn á sér, heldur þreif hann upp stór-
eflis sleggju og reiddi hana til höggs. „Á eg nú að reka
skell á skallann, faðir sæll?“ mælti hann. „Já !Cí sagði
prestur, „svo harðau sem þú vilt, því heldur vil eg gánga
blár og bólginn en kafna í bannsettuin pottinum.“ þegar
smiðurinn hafði fengið leyfi þetta, lét hann sleggjuna ríða
að af aiefli, og brotnaði þá potturinn til allrar hamingju
i marga parta, án þess höfuðið ineiddist; það var einsog
þegar eldabuska brýtur humraskel og snertir þó ekki
fiskinn, sem innan i er.
Prestur sat nú stundarkorn í smiðjunni og viðraði sig,
en kona smiðsins kom með huggara í bláum bólupela og
gaf honum í staupinu, svo að smámsaman bráði af honum.
Nú eru mörg ár siðan trúarhetja þessi safnaðist til