Ný sumargjöf - 01.01.1861, Blaðsíða 88
88
kaldur nár, sem hjá honuui lá og gat hann nú ráðið i,
hvernig á öllu stóð. Fann hann að stúlkan hafði liríng á
hendi og læddi honum af fingri liennar. Með því nú
stúlkan svaf allan þenna tima, þá lét hann liana liggja í
náðum. En alit i einu spratt hún upp og slé ofan úr
rúminu og gekk nokkrum sinnum fram og aptur um gólfið,
lauk upp dyrunum, gekk út og lokaði þeim eptir sér.
Skildi hinn úngi maður nú, hvernig herbergi þetta hafði
fengið á sig orð fyrir reimleik; stóð hann þá upp, skelti
dyrunum í lás og lagðist fyrir aptur og svaf rótt allt til
morguns. Kom hússbóndinn inn til hans og spurði hvernig
honum liði og hvort hann hefði séð nokkuð um nóttina.
Svaraði gesturinn þá, að hann hefði séð sýn eina, en beiddi
hann að spyrja sig ekki frekara um það fyrr en allt heima-
fólk hans safnaðist saman. Hússbóndinn lét sér það vel
líka og kvað það vera sér mestu gleði, að sjá hann hraustan
og heilan á liófi.
Nú varð alli fólkið forvitið og bjóst við að heyra
einhver undur og stórmerki og flýtti sér því á fætur. En
er það var saman komið í stofu einni stórri, sagði eðal-
maðurinn, að áðuren hann segöi frá æfintýri sínu, yrðihann
að spyrja stúlkar þær, er nærstaddar voru, hvort engin
þeirra hefði týnt hring. Ýngisstúlka ein, dóttir hússbónd-
ans sagði, að sér væri nýlega horfinn htíngur og gæti
hún ekki skilið, hvar hún hefði átt að týna honum. Sýndi
eðalmaðurinn henni hrínginn og spurði, hvort það væri
þessi, sagði húnjá til þessogtókvið honum með þökkum.
Eðalmaðurinn úngi vék sér síðan að hússbóndanuin og
mælti: „Nú get eg sagt yður með vissu að þessi stúlka,“
— (ura leið og hann mælti þetta, tók liann um hönd hennar)