Ný sumargjöf - 01.01.1861, Page 90
90
'■,r
upp skinnbuxur annars ferðamannsins tii liálfs. En er liann sá
morguninn eptir, fyrir hverjum skaða hann var orðinn, segir
hann forviða, að þetta sé mikil firn og muni ekki vera einleikið.
Lagsbróðir hans reyndi að hugga hann og mælti: „Láttu ekki
þetta festa á þér, það er ekki undur, að mýsnar átu buxurnar.
En hitt hefði verið meira undur ef buxurnar hefðu jetið mýsnar.14
Prestur nokkur, sem trúði á apturgaungur, sagði kunníngja
sínum að hann hefði séð draug kvöldið áður, f>egar hann gekk
framhjá kyrkjugarðinum og hefði hann læðzt fram með múrnum.
„Hvernig var hann i háttP“ spurði kunníngi prestsins. ,,Hann
var ekki óáþekkur stórum asna“, svaraði klerkurinn. „Farðu nú
heim og láttu ekki á því bera við nokkurn mann,“ segir kunn-
ínginn. „þú hefir orðið hræddur við skuggann þinn.“
Greifl Platen, jarl í INorvegi kom einhverju sinni á ríkisráðs-
fund með gullgleraugu. „Með leyfi að spyrja“, segir bóndinn
Andres Danielson, „hvar hefir jarlinn fengið þessi fallegu gler-
augu?“ „Hjá hans hátign konúnginum“, svaraði hinn. „Líklega
til þess að geta séð í botninn á Gautelfarrennunni?11 segirAndres.
,,Nei!“ svaraði greifinn, „heldur til að horfa beint framan í
fanta“. „Á! nú skil eg“, mælti Andres bóndi, „það mun vera
spegilgler.44 — |>ess ber að geta, að grafníngur Gautelfarrennunnar
þókti gánga seint og slælega.
Einusinni á Kvekarafundi kom andinn yfir únga og fallega
stúlku og mælti hún á þessa leið: „|>rent er það, sem mér þykir
undarlcgast. Fyrst það, að drengirnir fleygja steinum upp í
eplatrén, því ef þeir létu þau hánga, þá mundu þau detta niður
sjálfkrafa. Annað er það, að mennirnir skuli eiga í stríðum og
drepa hverjir aðra; því ef hver léti annan í friði, þá mundu þeir
þó deyja, livort sem væri. En á því furða eg mig mest, að stúlk-