Ný sumargjöf - 01.01.1862, Síða 1
KROSSFERÐIRNAR.
Snemma á tímum höfðu kristnir menn byrjað að fara
pílagrímsferðir til landsins helga, til þess að skoða hinar
helgu stöðvar, þar sem höfundur kristninnar hafði fæðzt,
lifað, liðið og dáið, til þess að styrkjast í guðhræðslu,
og iðrast synda sinna. Svo telja menn, að þessar
ferðir hæfust, er Helena in helga, móðir Konstantínusar
mikla, fór pílagrímsferð til Jórsalalands. pegar fram
liðu stundir, varð það trú manna, að þeir sem ferð-
uðust þangað, skoðuðu hinar helgu stöðvar einkum gröf
Krists, og bæðust þar fyrir fengju lausn allra synda
sinna. Pílagrímsferðirnar fóru sívaxandi, og um lok
10. aldar urðu þær miklu tíðari enn áður, því þá varð
það almenn trú, að undir heimslok væri komið og
Kristur mundi innan skamms birtast, og stofna nýtt ríki
á jörðinni. Múgur og margmenni streymdi nú til
landsins helga. og fóru annaðhvort suður á Ítalíu og
svo sjóleiðis þaðan, eða landveg uin Ungaraland og
Tyrkjalönd, sem nú eru.
Landið helga hafði fyrst verið undir veldi Róm-
verja þartil á öndverðri 7. öld; þá brutu Arabar landið
undir sig; þeir ömuðust eigi við kristnum pílagrímum,
enda hafði og Karlamagnús Frakklands keisari gjört
Ný Sumavgjöf 1862. I