Ný sumargjöf - 01.01.1862, Page 12
12
og Ríkarði, enda var Ríkarður skapstór og ráðríkur,
og hafði jafnan verið grunnt á góðu milli þeirra. Filippns
sneri þegar heim aptur (30 jóní), en lofaði Ríkarði
að skilnaði, að láta lönd hans í friði, meðan hann væri
fjærverandi.
Eptir heimför Filipps hófst fjandskapur með þeim
Ríkarði og Saladdín útaf fje því, er Saladdín skyldi
greiða Ríkarði. Saladdín gat eigi lokið fjenu, og þá
varð Ríkarður svo reiður, að hann ljet höggva 2500
Serki, er hann hafði í gislingu. Síðan lagði Ríkarður
til orustu við Serki, og vann að vísu margan sigur,
enda var hann ljónhugaður og tröll að vexti og vask-
leik, en allt um það var Saladdín ekki hans meðfæri,
því hann var ágætur hershöfðingi, en Ríkarður til
einskis annars nýtur en að bolsótast í bardögum. Ekki
gat Ríkarður unnið borgina helgu, og studdi margt
að því. Liðið tók að skorta vistir, það smáfækkaði og
auk þess var sífeldur rígur milli frakkneska og enska
liðsins. Tvívegis komst Ríkarður svo langt, að hann sá
Jórsali, en sneri aptur, þá er á átti að herða. Síðan
ætlaði Ríkarður að halda heim, og var kominn með
lið sitt ót á skipin, en þá heyrði hann, að Tyrkir
hefðu ráðizt á Joppe. Hjelt hann nú þangað og var
í svo miklum vígamóð, að hann hljóp fyrir borð, og
óð til lands, er skipin kenndu grunns. Hann gjörði
nú svo snarpa árás á Tyrki, að þeir urðu þegar að
hrökkva fyrir, og rak hann flóttann langa leið. Síðan
lagðist hann í herbúðir með menn sína, er eigi voru
nema 100 í grennd við bæinn, og ljet gjöra við borgar-
veggina, er Tyrkir höfðu brotið. 10. dag ágústmán-