Ný sumargjöf - 01.01.1862, Side 25
25
Fyrir miðnætti var sveinninn orðinn svo hress, að
hann gat setið uppi í rúminu. Mæðurnar í íiskiverinu
sendu marga heita þakkarbæn til guðs þessa nótt, því
þær sáu, að eins gat farið fyrir sonum þeirra, og farið
hafði þenna dag fyrir syni hafnsögumannsins.
ERKIDJÁKNINN í BADAJOZ.
Spánskt æflntfri.
Eitt sinn var erkidjákni í biskupsdæminu Badajoz á
Spáni, sem var nafnfrægur um allan Spán fyrir lær-
dóm sinn. Hann skildi hebresku, arabisku, grísku og
latínu; hann var fróður í heimspeki, mælifræðum og
öðrum vísindum, en — þó var honum áfátt í einu;
hann kunni ekkert í töfralistinni. Erkidjákninn var nú
ávallt að hugsa um, hvernig hann gæti komizt niður í
þessum leyndardómsfullu vísindum. Loksins heyrði
hann, að töframeistari einn, að nafni Don Torribíó,
byggi í Toledó, og væri nafntogaður fyrir djupsæi í
leyndardómum náttúrunnar; ljet hann þá. þegar söðla
múlasna, og hjelt á stað til Toledó. Hann spurðist
fyrir í Toledó og komst að því, að Torribíó bjó í
litlu og viðhafnarlausu húsi í undirborginni.
Erkidjákninn fór nú þegar á fund hans og mæiti:
„Jeg er Don Ramíro, erkidjákn í Badajoz; jeg er að
vísu allfrægur fyrir lærdóm, en þó mundi mjer þykja
sómi að því, og jeg mundi telja það hamingju mína,
ef þjer vilduð taka mig í kennslu og birta mjer