Ný sumargjöf - 01.01.1862, Qupperneq 39
39
göngur á þilfarinu. Stipstjórinn var hugrakkur, og ljet
sjer ekki bregða; hann ljet nokkra af skipverjum stanða
við stýrið, svo að farþegjarnir sæju eigi, hversu komið
var. Skipið ruggaðist eða rjettara að segja hjó gríð-
arlega. Jeg fór niður í skipið, til að sjá, hvernig þar
liti út. j>að var búið að bera morgunverð á borð svo
vel sem við varð komið. Margir fengu að vísu eigi
matar neytt, en þó höfðu eigi allfáir sezt við borðið.
En gleðin varð skammvinn. Öldurnar uxu, borðin ultu
um, og allt sem á þeim var brotnaði, og eptir fáar
mínútur ægði saman í salnum borðum og bekkjum,
stólum og borðbúnaði, þjónum og farþegjum. Nú sáu
menn í hvílíkum háska vjer vorum staddir; en þó
bárust flestir vel af. Farþegjarnir áttu nú fund með
sjer, og völdu menn í nefnd til að halda reglu og
skipulagi meðal farþegja, því skipstjóri hafði við öðru
að snúast. Jeg var valinn til formanns í nefndinni,
og gafst mjer nú færi á að sjá, hverju fram fór niðri í
skipinu, því nú varð jeg eptir „embættisskyldu“ minni
að hafa gætur á öllu. ■ Skipið kastaðist ógurlega til,
og það heyrðist ekki manns mál fyrir skarkala og
háreysti. Flöskur og flöskubrot, postulínsbrot og allt,
sem losnað gat, kastaðist úr einni hlið í aðra. Stór
áma full af tólg og stór akkerisfesti losnuðu í
Iestinni, og jókst við það skarkalinn og hræðsla manna;
þó gátu menn fest það aptur.
Laugardagsmorguninn kl. 5 var veðrinu slotaðí
en þó var enn mikill undirsjór. AHir horfðu nú kvíða-
fullir kringum sig til að vita, hvort hvergi sæist skip.
fað var varla neitt herbergi, sem sjórinn eigi hafði