Ný sumargjöf - 01.01.1862, Síða 52
52
BLONDÍN.
Blondín er ættaður úr Vesturheimi, og er orðinn
þjóðkunnur fyrir fimleik í íþrótt sinni. Fyrir rúmu ári
síðan gekk hann á slökum streng yfir Níagara-fossinn, og
stóðu ótal þúsundir á fljótsbökkunum með öndina í
hálsinum, og bjuggust eigi við öðru, en að Blondín
mundi þá og þegar steypast ofan í hvítfyssandi hyldýpið,
er gein undir fótum hans, en því fór fjarri; hann
komst klakklaust af, en Ijet þó eigi þar við lenda.
Hann tók nú annan ofurhugann frá á herðar sjer, og
lagði svo aptur af stað, og reis nú öllum, er á horfðu,
hugur við, er þeir sáu hann fara slíka glæfraför, en
Blondín skeikaði eigi fótur, þótt strengurinn skylfi allur
undir fótum hans; hann komst aptur yfir fljótið, og
hlekktist eigi hið minnsta á, og ágættu allir dirfsku
hans og fimleik.
Vjer viljum virða fyrir oss aðra glæfraför Blondíns,
er hann gekk yfir krystalshöllina í Sydenham í viður-
vist ótölulegs manngrúa, því llesta fýsti að sjá þessa
nýlundu. Meðal annars var þar ferðamaður einn, er
segir svo frá: „Jeg fór heitan dag í júnímánuði til
krystalshallarinnar, til þess að sjá Blondín hætta lífi
sínu. I>egar þangað var komið, var allt orðið troðfullt
af mönnum, er biðu með óþreyju eptir því, sem í
vændum var. Jeg var nú í efa um, hvar jeg skyldi
leita sætis, hvort jeg ætti heldur að vera niðri á
hallargólfinu, mörg hundruð fet fyrir neðan strenginn,
sem þaðan sýndist eigi gildari, en þráður, og bíða svo