Ný sumargjöf - 01.01.1862, Side 56
56
Hann batt á bak sjer fimm fjórðunga þungan ofn,
potta og pönnur og ýms önnur búsgögn, og með þessa
byrði lagði hann óhræddur út á strenginn.
þessi sjón þótti öllum miklu spiplegust. Ofninn
dinglaði á baki Blondíns, og var því mjög hætt við,
að hann mundi raska jafnvægi hans. Hann nain
staðar, er hann kom á miðjan strenginn, beygði sig
gætilega á annað hnjeð, og settist síðan niður. Hann
festi jafnvægisstöngina við strenginn, tók af sjer
ofninn, sneri svo við, og fór nú að kveykja eld.
Nú voru allir á glóðum. Eldurinn lifnaði skjótt;
síðan tók Blondín egg og braut, og ætlaði að búa til
köku. Eldurinn bállogaði, og kols\artan reykjarmökk-
inn lagði í lopt upp. Öðru hverju stóð Blondín upp,
og hristi pönnuna. Eigi var að sjá á Blondín, að hann
væri hræddur; hann fór sjer hægt, og vandaði allt sem
bezt hann gat.
Loksins var matreiðslunni lokið. Blondín tók nú
eggjakökuna, ljet á fat, og renndi niður á hallargólfið,
en þar var fyrir þjónn, sem tók við fatinu og setti
fyrir þá, er fremstir sátu, og þótti kakan næsta
lostæt.
Nú átti Blondín það eptir, er þyngst var þrautin,
en það var það, að snúa sjer við, og bera burt
heitan ofninn með öllum áhölduin, og þótti öllum
tvísýnt, að það mundi takast, en sú varð þó raunin á.
Hann sneri sjer við, tók ofninn á herðar sjer og
beygði sig á annað hnjeð, og Ieit brosandi til konu
sinnar. Síðan tók hann ofan, og hneigði sig kurteis-