Ný sumargjöf - 01.01.1862, Page 69
69
þýzkalandi, sneru aptur og týndust flest á leiðinni af
kulda og vosbúð. Loksins endaði þetta með Löðvi
IX. hinum helga, 1248, og hann var tekinn höndum
af Egiptalands-soldáni.
Ekki stóð betur á með hjátróna á miðöldunum;
hún hafði ýms nöfn eptir eðli sínu: 1) stjörnulist
(astrologia) eða spádómar af stjörnum, sem menn hjeldu
að rjeði æfi manna; 2) líkspár (necromantia) eða
særingar dáinna manna, sem raunar er forn hjátrú og
þegar bönnuð af Móses; B) forneskja (magia), sem var
injög yfirgripsmikil og skiptist í illa og svarta, góða
og hvíta &c.; 4) gullgjörð (alchymia); hvorutveggi
þessi hjátrú leiddi samt af sjer ýmsar uppgötvanir,
t. a. tn. postulínsgjörð; 5) galdratrú; 6) Kabbalistík
eða inyrk útskýring biblíunnar (í tölum, bókstafa-
teiknum; hún kennir og sálarflakk) — allt þetta var í
miklu gengi, og flest komið frá austurlöndum. Jafnvel
lærðir menn og skynsamir ljetu tælast af því, svo sem
Reuchlín, Baco eldri, Albert mikli og margir aðrir; og
Sikileyjarkonungar tóku fyrstir uppá því, að halda
stjörnuspámenn, og hjelzt það lengi fram eptir. |>á
var alinenn trú, að heims endir ætti að verða 1184,
og mun án efa meira hafa gengið á þá en nú, þegar
verið er að segja slíkt fyrir. Með krossferðunum
fluttist aptur til Evrópu trúin á „amuleta“ (hluti sem
menn báru á sjer og hjeldu að yfirnáttúrlegur kraptur
fylgdi) og náttúrusteina, og er fjöldi ritgjörða til um
það; helzt á latínu (og íslenzku; einnig á dönsku í
„Henrik Harpestrengs Lægebog“); raunar var hún
kunnug hjá Rómverjum og Grikkjum, og orðið amu-