Ný sumargjöf - 01.01.1862, Qupperneq 70
70
1 e t u m kemur fyrir hjá Pliníusi eldra; en þetta gleymdist
um hríð. J>að hjálpaði ekkert, þó að Petrarca þrumaði á
móti öllum þessum vitleysum, bæði með háði og alvöru,
og ekki þótt Jóannes páíi XXII. bannfærði þær; ekki
batnaði heldur, þegar Innocentíus páfi VIII. varpaði
bannfæringarskrá árið 1484 móti göldrunum: þá komu
upp galdradómarnir, því að páfinn sendi tvo menn til
I>ýzkalands til þess að dæma þetta; þá var farið að
pína menn og brenna fyrir sakleysi, og fjekk ísland
einnig að kenna á því, eins og allir vita. pessir tveir
galdradómendur hjetu Jacob Sprenger og Ileinricli
Institoris, og sömdu lögbók í galdrasökum, sem var
kölluð galdrahamar (malleus maleficarum), og má
sjá þar margt skrítið (sjá: Chr. Thomasius, de origine
ac progressu processus inquisitorii contra sagas, Ilalae
1712). Allir þeir, sem fengust við að rýna eptir
hinum huldu öfluin náttúrunnar, voru raunar álitnir
galdramenn (og trúðu sjálfir stundum á galdra); þannig
var sjálfur Silvester páfi II. (Gerbert), sem gerði úrin,
og sumir lærðir menn halda jafn vel enn, að hann hafi
lært „galdrau á Spáni; allir vita um Sæmund fróða, og
sama er að segja um Bacon eldra og Albert mikla.
J>ó að lífið í borgunum væri dýrðlegt á miðöld-
unum, þá var allur þorri rnanna í Evrópu ákaflega illa
á sig kominn og hafði varla hugmynd um mannlegan
anda; reglan var ekki betri en svo, að varla var óhætt
að ganga á víðavangi fyrir ræningjum og öllum óhroða.
A þrettándu öld var það almennt í Evrópu, að svín
gengu í stórflokkum eins og logi yfir akur; og árið
1296, þegar Philipp IV. Frakkakonungur (hinn fagri)