Ný sumargjöf - 01.01.1862, Qupperneq 76
76
ventura og Albert mikli, og þessir fjórir sameinuðu í
sjer allan þann lærdóm og vísindi, sem til voru á þeim
tímum. Friðrik II. keisari (1212—1250) ljet snúa
miklu af Aristóteles og stuðiaði mjög til þekkingar á
arabiskum og grískum rithöfundum, og var heimspek-
ingur og skáld; All'ons af Kastilíu (1252—1284) og
einkanlega Frakkakonungar styrktu vísindin volduglega.
Heimspeki Grikkja tók um þetta leyti beinlínis inn á
allar vísindalegar skoðanir norðurálfunnar. Kenning
Aristóteles var fyrst bönnuð og helzt af háskólanum í
París; en Gregor páíi níundi mildaði bannið, og leið
ekki á löngu, áður en háskólinn lauk alveg upp dyr-
unum fyrir heimspekingunum. Thomas frá Aquino, sem
er hinn mesti guðfræðingur þessa tíma, vísar til Aristó-
teles með eins miklu trausti og til heilagrar ritningar,
og kallar hann aldrei með nafni, heldur alltaf „philo-
sophus“.
Margt kom mönnum til þess, að gruna það, að
sumt væri til, sem menn enn ekki þekktu. Roger Bacon
(1214 —1294) reit „de secretis artis et naturae“ (um
leyndardóma listarinnar og náttúrunnar), og er auðsjeð
á því, að hann hefur þekkt púður, að hann hafi haft
hugmynd um skotfæri og um afl gufunnar; hann segir,
að menn geti gert hvell, sem sje óttalegri en þruma,
ef menn láti sjerlegt efni í málmpípu og menn geti
eyðilagt með því staði og heil herlið; hann segir og,
að menn geti komið skipum í miklu harðari hreifíngu
en með seglum og árum, og sömuleiðis geti menn látið
vagna fara áfram án nokkurra eykja. Roger fjekk ekki
annað en hatur og óþökk fyrir skarpleik sinn, og var