Ný sumargjöf - 01.01.1862, Page 77
77
álitinn galdramaður. Albert mikli (1195 —1280) gein
yíir öllum vísindum og sögur um hann lifa enn meðal
almúgans; menn sögðu uin hann meðal annars, að hann
gæti látið árstíðirnar skiptast um, með því garðar hans
voru alblómgaðir um hávetur, þegar annarstaðar var
snjór; en það hefur hann gert með hita, eins og nú
er gert í jurtagörðum, þar sem ofnar eru undir stein-
lögðum grundvelli. 1296 fann Alexander Spina upp
gleraugu (o: gler, sem þannig eru skygð, að hlutirnir
sýnast stærri í þeim en þeir eru í rauninni, vegna
geislabrotsins); um það leyti varð og pappír úr líni
kunnur frá Arabíu; áður rituðu menn á ýmisleg
trjáalauf eða plöntubörk (papyrus), eða skinn (perga-
mentum); en þó þekktu Kínverjar silkipappír 200 árum
íyrir Krist; og pappír fjekk enga verulega þýðingu,
fyrr en prentlistin kom (1440; og þó höfðu Kínverjar
prentsmiðju með föstu letri [Stereotyp] 930 árum eptir
Krist; en Evrópuinenn fundu slíka prentlist ekki upp
fyrr en 1797; þá prentaði Didot bækur á þann hátt).
Frá því að pappírinn komst á gang í Evrópu, iiðu þá
meir en hundrað ár, þangað til hann íjekk verulegt
atkvæði í lífi mannanna: því á milli ritaðra bóka og
prentaðra bóka er engin samlíking að útbreiðslunni til.
Eitt dæmi verð jeg að nefna upp á það, hvað sumir
hlutir, sem sýnast óbrotnir og sjálfsagðir, geta verið
lengi að brjótast um; það er síldarsöltunin. Jóhann
Buckler fann uppá að salta síld, 1163, en þó liðu
tvöhundruð og fimmtíu ár og þrjú til þangað til Wil-
helm Beuckholz fann uppá að salta hana eins og nú
er haft (1416); og þarf mönnum því ekki að bregða