Ný sumargjöf - 01.01.1862, Page 83
83
azórisku eyjarnar (ferðir íslendinga og Zeno til Græn-
lands og Ameríku höfðu engin beinlínis áhrif á heims-
lífið); 1498 fann Columbus Ameríku (en hjelt raunar,
að hann hefði fundið Japan, Zipong); um það leyti
fann Vasco de Gama sjóleiðina til Indíalands, og margir
fóru eptir það í báðar þessar stefnur (Amerigo Vespucci,
Cabot, Cabral, Balboa, Cortez, Albuquerque o. fl.), og
þá kom upp þrælaverzlun, og hinum fáfróðu innbúum
hinna nýfundnu landa var kennt að drekka brennivín,
í stað þess að láta þá taka þátt í framförum heimsins.
Með uppgötvun þessara landa jókst rnjög allt óhóf í
gestaboðum og gleði, af því að menn fengu svo marga
hluti til að njóta, sem áður voru ókunnir. |>að er
merkilegt, að menn vissu ekki af Síberíu fyrr en um
1500 (sumir segja jaínvel 1581), og er þar þó ekkert
hafsmegin yfir að fara.
'Um miðbik 15. aldar fann Gutenberg upp að
prenta með lausu letri;1) 1470 var prentsmiðja flutt
til Frakklands, og ótbreiddist síðan víðar, en þó ekki
til Moskov fyrr en 1564. Prentlistin varð skjótlega
ágæt mjög, og bækurnar, sem fyrst voru prentaðar,
voru ágætlega úr garði gerðar; einkuin voru prent-
smiðjur Aldínanna í Róin og Feneyjuin frægar.
Um 1480 var fyrst, tekið upp á því, að kalla
konunga (í Frakklandi) „maiestatem" (áður hjetu þeir
Cæsares, imperatores, reges eða domini2), og margt
*) Surnir nefua Coster Hollendiug sem höfuní) prentlistarinnar, en
Gutenberg er samt talinn svo aimennt.
*) Svona byrjar eitt brjef frá Karlamagnúsi til Hadríans páfal.: .,Salu-
tat vos dominus noster illius vester Carolus, et íllia vestra domina
6»