Ný sumargjöf - 01.01.1862, Side 87
87
Borromes, sem var í nefndinni og var smekkmaður
mikill, þekkti Palestrina, og ljet kalla hann fyrir sig,
og ráðgaðist við hann. 10. Jan. 1565 var honum
falið á hendur að búa til messusöng, og sagt um leið,
að ef mönnum ekki líkaði hann, þá mundi allur söngur
í kirkjum verða látinn hætta; var því allt undir Pale-
strina einum komið. Palestrina sat við í þrjá mánuði,
og gerði þrjár messur, þegar hin fyrsta var leikin á
organið í kirkjunni, þá sagði Pírani kardináli vers Dan-
tes: „svo sá jeg hið sigurfagra hvel hreifast og vekja
hljóm eptir hljóm; og hvergi heyrðist svo sætur eymur
nema þar sein ríkir eilíf gleði.“x) |>ess vegna er
Palestrina kallaður „frelsari söngsins“.
Silkivefnaðurinn var eitt af því, sem menn voru
lengst að komast niður í; og þegar Frans I. gekk í
silkisokkum, árið 1520, þá var það álitið mikil nýlunda.
900 árum fyrir Krist var silki ofið á Kos í Grikk-
landshafi; en hvort að því hefur kveðið síðan, veit jeg
ekki. Kínverjar þekktu snemma silkiverkun eins og
annað, og segja menn, að Si-ling-chi, drottning Hoang-ti
keisara, hafi kennt silkiverkun, 2700 áruin fyrir Krist.
Frá Kína var lengi frain eptir allt silki flutt vestur
um Asíu, til Grikklands og þaðan til Róm, og var
jafnvægi gulls. Dauðahegning var lögð við því, ef
*) Ef nokkur vill heyra hvernin þetta er i frummáliun, þá er það sona:
„Cosi vid’io la gloriosa cuota
Muoversi, e render voce a voce in tempra
Ed in dolcessa, ch’esser, non puö nota
Sé non colá, dove’l gioir s’insempra.“
(Paradiso X. 145).