Ný sumargjöf - 01.01.1862, Side 97
97
unum að þakka. feir, sem finna hin miklu öfl, og
kunna að nota þau; þeir, sem vekja þjóðirnar til
ágætis og frama og lýsa þeim um hina dimmu stigu
heiinslífsins; þeir eru gjafarar góðra hluta og vel-
gjörðamenn mannkynsins, og nöfn þeirra eru ódauðleg
og minning þeirra blessuð um aldurdaga.
Mörgu hef jeg sleppt, sem þó er merkilegt í
framfarasögu heimsins, einkum á seinustu tímum, og
mun jeg geta um sumt af því í seinna hluta rits
þessa, þegar jeg tala um tímann, sem vjer lifum í.
Jeg ætla nú að ljúka þessum kafla með því að minnast
á samgöngurnar, sem grípa. beinlínis inn í allt lífið,
eins og jeg hef áður minnzt á. Samgöngurnar eru
innifaldar í því, að menn geti talazt við og fundizt,
og því skjótar sem þetta má verða, því öflugar gengur
allt áfram í heiminum. Nú eru þær bygðar á tveimur
náttúruöflum, nefnilega á rafsegulmagni og gufu, og
notkun þessara krapta er aptur bygð á fjölda hinna
eldri uppgötvana, eins og allt í rauninni er byggt á
öðru og tekur inn í hið gjörvalla.
Heródótus og Ksenófon geta um póstferðir (um
540 f. Kr.); þá Ijet Kýrus Persakonungur pósta fara
um alfaravegu ríkis síns, og voru þeir eingöngu í kon-
ungs þjónustu. Á vegunum voru bygð hús, og dagleið
milli hvors; þau voru dýrðleg og rúmgóð, og hvíldi
konungur þar og menn hans, þegar hann var á ferð.
Hundrað og ellefu dagleiðir voru frá Súsa til Grikk-
landshafs, og dýrðlegar hallir á hverri dagleið. Sendi-
mennirnir höfðu rjett til að taka með ofrfki, ef við
lá, menn og hesta, skip og vagna til þess að ferð
Ný Sumargjöf 1862. 7