Ný sumargjöf - 01.01.1862, Page 118
í 18
í>á sá Giuseppa festina, sem hjekk út úr vasa
sveinsins. „Hver hefur geíið þjer úr þetta,“ sagði
hún, og var bist mjög. — „Hann Gamba frændi minn.“
Mateo þreif úrið; fleygði því á stein, og braut í mola.
Hann mælti við konu sína: „Sveinn þessi er fyrsti
svikarinn í ætt vorri.“ Æpti sveinninn þá ákaflega.
Mateo ieit á hann uin hríð. Loksins tok hann bissu
sína og varpaði um öxl sjer. Sneri hann t-il skógar-
ins og kvað sveininn skyldu fylgja sjer. Hann
gjörði svo.
Giuseppa hljóp á eptir manni sínum, þreif í
handlegg honum, og mælti: „Hvað ætlarðu að gjöra;
það er hann sonur þinn ?“. — „Láttu þig enga skipta,
jeg er faðir hans,“ sagði Mateo. Giuseppa minntist
við son sin og gekk heim grátandi. f>egar hún var
inn kominn fjell hún á knje fyrir heilagri Maríu mey,
og baðst fyrir.
Mateo gekk til þess er hann kom að gili einu
litlu; liann gekk niður í gilið. |>ar var jarðvegur
mjúkur, og þótti honuin sá staður hentugur. Hann
mælti við Fortunato: „Farðu þarna undir bjargið.“
Sveinninn gjörði sem honum var skipað, og ijell á
knje. — „Lestu bænirnar þínar.“ — „Faðir minn ! dreptu
mig ekki.“ — Lestu bænirnar þínar,“ sagði Mateo aptur.
og var rödd hans ógurleg. Sveinninn las faðirvor og
trúarjátninguna, en gat þó varla orði upp komið fyrir
ekka. „Kannt þú ekki fleiri bænir?“ — „Jeg kann
tvær enn.“ — „Lestu þær, en flýttu þjer.“ Sveinninn
las bænirnar. — „Amen,“ sagði Mateo, „ert þú nú
búinn ?“ — „Faðir góður! fyrirgefðu mjer; jeg skal
■