Norðurljósið - 01.01.1966, Síða 109
NORÐURLJÓSIÐ
109
sem leitaði náðar hans og fékk hana. Yerðskuldaði konan, sem
staðin var að hórdómi, að Kristur sakfelldi hana ekki, heldur
segði henni: „Far þú; syndga ekki upp frá þessu.“ (Jóh. 8. 11.)
Þetta var náð, ekki verðleikar, — nema hórdómur sé talin til
dyggðanna, en það gera ekki sannkristnir menn.
„Frumkristnin er fagurt og stórkostlegt dæmi þess, hvernig
menn með líferni sínu geta gert sig hæfa fyrir náð Guðs og
áunnið sér hjálpræði hans. „Leitið fyrst Guðsríkis,“ o. s. frv.“
Þetta segir Olafur.
Sé þetta satt hjá honum, hvers vegna sagði Drottinn Jesús þá,
er hann stofnaði heilaga kvöldmáltíð: „Þetta er sáttmálablóð
mitt, sem úthellt er fyrir marga til syndafyrirgefningar?“ (Matt.
26. 28.) Þessi orð hans eru í samræmi við hin, sem vitnað er til
hér að framan um lausnargjaldið, sem hann greiddi með því að
leggja lífið í sölurnar.
Þarfnast maðurinn lausnargjalds, dauða Krists og úthellingar
blóðs hans? Hvaða kröfur gerir Guð til mannsins?
„Hann hefir sagt þér, maður, hvað gott sé! Og hvað heimtar
Drottinn annað af þér en að gera rétt, ástunda kærleika og fram-
ganga í lítillæti fyrir Guði þínum?“ (Míka 6. 8.) Maður, sem
fullnægir þessum kröfum alveg til fulls, hann er að sjálfsögðu
réttlátur. Biblían segir hvergi, að Kristur hafi dáið fyrir réttláta.
Hann sagðist ekki vera kominn til að kalla réttláta, heldur synd-
ara. (Lúk. 5. 32.) En hiblían segir, að allir menn séu undir synd,
allur heimurinn sekur fyrir Guði. (Róm. 3.) „Laun syndarinnar
er dauði.“ (Róm. 5. 8.) Því að „eigi fæst fyrirgefning án úthell-
ingar blóðs.“ (Hebr. 9. 22.) En syndugum manni, sem „trúir á
hann, sem réttlætir óguðlegan, verður trú hans reiknuð til rétt-
lætis.“ (Róm. 4. 5.) Eftir þetta byrjar nýtt líf hjá syndugum
mann.i, sem snýr sér til Krists. Um hann segir, „Hið gamla varð
að engu, sjá, það er orðið nýtt.“ (2 Kor. 5. 17.)
„A öllu þessu getum við séð,“ gæti Ólafur sagt, „að þetta er
boðskapur Páls, en ekki Jesú frá Nazaret. „Þannig er guðfræði
hans (Páls) lituð fornum hugmyndum um synd, blóðfórnir og
friðþægingu fornþjóða.“ (Bls. 102, 103)
Páll samdi ekkert fagnaðarerindi. Hann segir: „Ég læt yður
vita, bræður, að það fagnaðarerindi, sem boðað var af mér, er
ekki mannaverk. Ekki hefi ég heldur tekið við því af manni né
látið kenna mér það, heldtir fengið það fyrir opinberun Jesú
Krists.“ (Gal. 1. 11. 12.). Boðskapurinn um synd og friðþæging,
náð og fyrirgefning er boðskapur Jesú Krists sjálfs. Hann hlýtur