Norðurljósið - 01.01.1966, Side 138
NORÐURLJÓSIÐ
138
Kommúnisti ræðir um hina kristnu
„hótun44
Fagnaðarerindið um Jesúm Krist er miklu sterkara vopn til
endurnýjunar þjóðfélagsins heldur en hinar marxistisku kenn-
ingar okkar. Þrátt fyrir það eru það við, sem munum kollvarpa
ykkur.
Yið erum ekki nema sem svarar hnefafylli, en þið kristnu teljið
milljónir. En ef þið munið söguna um Gídeon og hina 300 félaga
hans, þá munuð þið skilja, hvers vegna ég hefi á réttu að standa.
Yið kommúnistar leikum okkur ekki að orðum. Af launum
okkar höldum við aðeins því nauðsynlegasta eftir og gefum hitt
til útbreiðslustarfsemi. Þessari útbreiðslustarfsemi helgum við
lika allar tómstundir okkar og hluta af sumarleyfinu.
Þið kristnu menn á hinn bóginn fórnið aðeins litlum tíma og
varla nokkru fé til útbreiðslu fagnaðarerindisins um Krist.
Hvernig getur nokkur trúað hinu æðsta gildi fagnaðarerindisins,
ef þið sýnið það nkki með líferni ykkar. Ef þið breiðið það ekki
út. Ef þið fórnið hvorki tíma né fé fyrir það.
Trúið mér, það eru við, sem munum sigra, því að við trúum
á kenn.ingar kommúnismans, og við erum albúnir að fórna öllu,
jafnvel lífi okkar. En þið, hinir kristnu, eruð jafnvel hræddir við
að óhreinka hendurnar á ykkur.
Úr FriSur og jrelsi, jranskt kommúnistablað, 1954.
Þýtt hejir úr Decision, marz 1962, Gylfi Svavarsson.
Athugosemd ritstjórans.
Án þess að vilja gera lítið úr staðhæfingum franska blaðsins,
né úr þeirri ákvörðun kommúnista, sem Decision sagði frá fyrir
nokkrum árum, að hafa náð heimsyfirráðum árið 1973, þá veit
ég af spádómum heilagrar ritningar, að það er Kristur, en ekki
kommúnisminn, sem fær varanleg heimsyfirráð hér á jörðu.
Þau yfirráð fær hann ekki vegna dugnaðar okkar, kristinna
manna, þótt hann sé sýnu meir.i en franska blaðið vill vera láta.
Kristur á enn fólk á jörðu, sem lætur bæði fé og líf í sölurnar
fyrir hann. Yfirráðin fær Kristur vegna þess, að hann kemur
hingað aftur til jarðar og birtist þá með mætti og mikilli dýrð.
Þá rennur upp sú réttlætis öld, sem margir hafa þráð og þrá enn.
Heimsríkið verður ríki Guðs og Krists, ekki kommúnismans.
x