Norðurljósið - 01.01.1966, Qupperneq 151
NORÐURLJOSIÐ
151
sem ég leit svo á að sérstök blessun fylgdi þjónustu þeirra, virtust
eiga þann skilning á Kristi eða meðvitund um hann, sem ég átti
ekki, — eitthvað, sem náði lengra, var stærra, dýpra en nokkur
hugsun um Krist, sem hafði hærzt hjá mér. Eg var á móti þess-
um bendingum, er mér bárust þær fyrst. Hvernig gat nokkur átt
betri hugmyndir um Krist heldur en ég? (Ég er með þessu að
fletta ofan af blindri sjálfsánægju vegna syndar-kyrkings huga
míns og hjarta) Trúði ég ekki á Krist og tilbað ég hann ekki sem
son Guðs og eitt með Guði? Hafði ég ekki veitt honum viðtöku
fyrir meira en tuttugu árum sem eigin frelsara mínum? Trúði
ég því ekki, að í honum einurn er eilíft líf, og var ég ekki að
reyna að lifa í þjónustu hans og að gefa honum allt líf mitt? Bað
ég ekki um stöðuga hjálp hans og leiðbeiningu? Og trúði ég ekki,
að hann væri eina vonin mín? Barðist ég ekki fyrir þeirri æðstu
hugmynd, sem unnt er að hafa um Kr.ist, með því að stýra í dálk-
um „Sunday School Tirnes" ritgerðasafni um guðdóm Krists eftir
fremstu biblíufræðimenn í heimi, en í þeim vitnuðu þeir um trú
sína á guðdóm Krists? Allt þetta var ég að gera. Hvernig var
unnt að hafa hærri eða betr.i hugmynd um Krist en ég hafði?
Ég vissi, að ég þurfti að þjóna honum langt um betur en ég hafði
áður gert. En það vildi ég ekki viðurkenna, að ég þyrfti nýjan
skilning á Kristi.
Samt hélt þetta áfram að berast til mín úr þeim áttum, sem ég
gat ekki haft að engu. Hjá krafti klæddum prédikara heyrði ég
ræðu út af Efes. 4. 12., 13. „Líkama Krists til uppbyggingar,
þangað til vér verðum allir einhuga í trúnni og þekkingunni á
Guðs syni, verðum eins og fullvaxinn maður og náum vaxtar-
máli fyllingar Krists.“ Þegar ég hlustaði á hann, varð ég undr-
andi, eins og ruglaður. Ég gat ekki skilið hann. Ég náði ekki
dýpt hans. Hann talaði um Krist, afhjúpaði Krist á þann hátt,
sem ég varð að kannast við, að var mér með öllu ókunnur. Hvort
hann hafði rétt eða rangt fyrir sér, því var ég ekki alveg tilbúinn
að svara þá um kvöldið. En hefði hann rétt að mæla, þá hafði
mér skjátlazt.
Seinna las ég aðra ræðu eftir sama mann: „Skilningur Páls á
Jesú Kr.isti.“ Meðan ég las hana, varð mér óþægilega ljóst, að
hann og Páll voru að tala um Krist, sem ég blátt áfram þekkti
ekki. Gátu þeir haft rétt fyrir sér? Yæri það svo, hvernig gat ég
öðlazt þekkingu þeirra?
Eg kynntist öðrum þjóni Drottins, en mikil blessun hafði hvílt
yfir starfi hans. Hann fræddi mig um, hvað hann taldi dýrmæt-