Norðurljósið - 01.01.1966, Page 175
NORÐURLJÓSIÐ
175
„Nei, ég býst við, að hún hafi hitt einhvern, sem hún þekkir.
Eg get útbúið henni einhvern bita, þegar hún kemur inn.“
Síðdegið tók að líða, og ekkert bólaði enn á stúlkunni. Kon-
urnar báðar tóku að gerast áhyggjufullar.
Elízabet minntist nú, hve framkoman hjá Jennifer hafði verið
einkenn.ileg um morguninn. Hún gekk upp í herbergi telpunnar.
Allt var þar á sínum stað, en umslag á búningsborðinu dró að
sér athygli hennar. Hún tók það upp og úr því miða, sem á var
ritað:
„Kæra mamma og pabbi. Ef Elízabet frænka er að fara í burtu,
þá vil ég ekki vera kyrr heima það, sem eftir er af sumarleyfinu.
Eg ætla að fara og vera hjá vinstúlku minni úr skólanum. Ég veit,
að ég má vera þar, því að foreldrar hennar hafa boðið mér að
vera. Hafið því engar áhyggjur. Ástarkveðja. Jennifer.“
Fingur Elízabetar krepptust um miðann. Barnið hlaut að hafa
heyrt það, sem hún sagði við Filippus á laugardagskvöldiö, um
elliheimilið og hafa talið það sjálfsagt, að hún væri á förum frá
Vesturskógi. Hún gekk i hægðum sínum ofan stigann og fékk
frú Munroe miðann.
„Hún segir ekkert um, til hvaða vinstúlku hún ætlar. Það væri
bezt fyrir okkur að síma til frú Haywood þegar í stað,“ sagði
frú Munroe.
Elízabet hafði þegar farið að símanum, og fóum mínútum síðar
Var hún farin að reyna að segja Elaine fréttirnar án þess að gera
hana óþarflega hrædda. Það var ekki hægt að ná í Filippus á
þessu stigi málsins. Hann hafði þurft að finna marga um daginn.
Elaine kom brátt þjótandi í bifreið sinni. „Hvað hefir komið
fyrir?“ voru orðin, sem hún heilsaði Elízabet með, og greip upp
miðann, sem Jennifer skildi eftir. „Hvað sagðir þú við hana, sem
kom henni til að gera þetta?“
Elízabet gerði sér ljóst, að í augum Elaine, þá var tiltæki Jenni-
fer henni að kenna. Þetta var að vissu leyti satt, fannst henni.
Hefði hún ekki verið þarna, þá hefði Jen aldrei orðið svona hænd
að henni.
„Ég sagði ekkert, góða,“ svaraöi hún rólega. „Ég held hún
Hljóti að hafa heyrt eitthvað, sem ég sagð.i við Filippus hér um
kvöldið, að það gæti veriö betra fyrir ykkur tvö að hafa heimilið
aftur út af fyrir ykkur.“
Elaine minntist orðanna, sem hún hafði sagt við Filippus, er
hún var að ganga inn í eldhúsiÖ. Henni fannst líklegra, að Jen