Norðurljósið - 01.01.1984, Page 18
18
NORÐURIJÓSIÐ
framkomu. í hjónabandinu getur verið, að annað hjóna hafi
ánægju af að draga veikleika maka síns framí dagsljósið með
því að hafa þá að gamanmáli. Verið getur að hinn makinn
geri það lika, en innst inni sest að sársauki og þjáning sem
hefur síðar aftur áhrif á sambúð þeirra. Að virða hvort annað
felst m.a. í því að tala vel um maka sinn. Frásögn af brestum
þeirra á ekki heima í áheyrn vina og kunningja. Slíkar um-
ræður geta aðeins átt rétt á sér í einrúmi milli þeirra tveggja.
Þannig bera þau ábyrgð hvort gagnvart öðru.
Það „að hugga og vernda“ er einnig umhugsunarefni.
Makarnir þarfnast öldungis hvors annars, ekki aðeins á
sumum sviðum, heldur að öllu leyti. Sé álag á öðrum aðil-
anum, ber það vott um ábyrgðarleysi í hjónabandinu. Sam-
hjálpin verður að sitja í fyrirrúmi og samlífið að taka mið af
sameiginlegum óskum og ábyrgð. Þá getur hjónabandið
orðið að blessunarlind og það einnig fyrir aðra. Hjónin eiga
að standa saman í blíðu og stríðu.
Skyldur voru einnig lagðar á herðar hinum fyrstu foreldr-
um mannkynsins gagnvart fjölskyldu og afkomendum. Guð
sagði við þá: „Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörð-
ina og gjörið ykkur hana undirgefna. . . .“ Við lifum á þeim
timum, er ábyrgðarleysið eykst stöðugt og það einnig innan
hjónabandsins, en við verðum að taka höndum saman um að
vernda hjónalíf hinna kristnu. Margir eru svo önnum kafnir
við að sinna framfærsluskyldu sinni og menntun barna
sinna, að heimili þeirra komast í upplausnarástand. Þetta er
þó aðeins hluti af skyldum foreldranna. Það er hin andlega
hlið uppeldisins sem mestu máli skiptir. Ábyrgð á henni
hvílir ekki á herðum hins almenna skóla né sunnudagaskól-
ans, heldur á herðum foreldranna.
Hinn rétti andi á heimilinu
Við eignumst ekki heimili fyrir það eitt að eiga glæsileg
húsgögn, rúmgott húsnæði, gnægð matar og góð föt. Á sum-
um heimilum er þetta allt til, en samt skortir þar eitthvað
mikilvægt. Skyldi það ekki vera andinn á heimilinu sem í