Norðurljósið - 01.01.1984, Page 32
32
NORÐURIJÓSIÐ
Neptúnus og Úranus, hafa svo hátt hitastig, að það er á milli
1600 og 6400 gráður, og loftþrýstingurinn 200.000 til 6
miljón sinnum meiri þar en hér á yfirborði jarðar. Metan-
gasið breytist í kolefni. Og kolefnis frumeindirnar þrýstast
svo rækilega saman, að úr því verður geysileg demanta
framleiðsla. Neptúnus og Úranus eru hvor um sig hér um bil
fjórum sinnum stærri en jörðin. Fimmti hlutinn af efnis-
magni þeirra er kolefni og þrýstingurinn geysilega mikill. Þá
leiðir af þessu, að þarna er feikilegt magn af demöntum.
Framleiðslan er svo geysileg. Flvað? Svo að við fáum ein-
hvern samanburð....
Nei. Okkur svimar. En við megum vera alveg óhrædd. Þeir
eru vandlega geymdir þarna uppi. Svo eru 30 þúsund til 40
þúsund miljónir km. þangað.
Biblían minnist eitthvað á himinsins dýrð og auðæfi þar
líka. Þau eru ofar öllum skilningi. Við munum fá að sjá þetta
og reyna og að líta þá fegurð, sem aðeins Guð einn er fær um
að skapa.
Með vinsamlegri kveðju. ofe B Jarhan^
(Þýtt úr Livets Gang. Sept. 1982.). S.G.J.
Merkileg lækning
Kona heimsótti sjúkrahús í borginni Milton í Ástralíu. Hún
rakst þar á mann, sem var algjörlega lamaður vinstra megin
og gat ekki talað. Hún gaf honum smárit frá Ritningagjafa
kristniboðinu. Það var með stóru letri og hét Huggunarorð.
Ritið las hann allt. Síðan svaf hann alla nóttina. Konan sagði
svo frá: Þegar hann vaknaði um morguninn, var það til
algerlega nýs lífs. Hann gat talað, og hann fann, að hann var
alveg gjörbreyttur vegna orðanna í ritinu. Hann sagði: Ég
hefi aldrei verið kristinn maður, en nú hefi ég eignast þekk-
ingu um Jesúm Krist. Hjúkrunarliðið varð alveg steinhissa,
er það komst að því, að hann hafði fengið mátt í vinstri
hliðina um nóttina.
Þýtt úr: Útdráttur frétta frá Ritningagjafa trúboðinu,
Ástralíu-deild.