Norðurljósið - 01.01.1984, Qupperneq 35
NORÐURIJÓSIÐ
35
Annar sigraði sérhvert hásæti, hinn sérhverja gröf. Annar
gerði sig að guði. Hinn afklæddist Guðs-mynd sinni. Annar
lifði til að sigra, hinn til að blessa. Þegar Grikkinn dó, hrundi
hásæti sverðs hans. En Jesús dó og lifir að eilífu, Drottinn
drottnanna.
Jesús og Alexander dóu báðir 33 ára gamlir. Annar lét alla
menn lúta sér. Hinn gerir mennina frjálsa. Annar reisti há-
sæti sitt með blóðsúthellingum. Hinn reisti það á kærleika.
Annar var jarðneskur, hinn himneskur. Annar sigraði lönd-
in, en missti bæði lönd og himin. Hinn sleppti öllu, en eign-
aðist allt. Grikkinn er að eilífu dauður. Jesús lifir að eilífu.
Hinn ásælni glataði öllu. Hinn, sem gaf, eignaðist allt.
(Þýtt úr The Flame (Loginn).
(Okkar vestræna menning er að mestu leyti grísk, en
milduð með áhrifum kærleika Guðs, sem birtist í Jesú Kristi,
Drottni vorum. S.G.J.).
Vakna þú
í Jesaja 51.9. standa þessi orð: „Vakna þú, Vakna þú.“ Þessi
sömu orð eru aftur endurtekin í byrjun næsta kafla á eftir:
„Vakna þú, Vakna þú.“ Hvað er það, sem er svona áríðandi,
sem spámaðurinn þarf að vekja eftirtekt þjóðar sinnar á með
svo sterkum orðum. Það er það að þjóðin öll þarf að vakna til
meðvitundar um það, að hún hefir gleymt Drottni skapara
sínum. Hún hefir sofið í andvaraleysi sínu. En nú kallar
spámaðurinn til hennar: „Vakna þú! Vakna þú!“ Það er
enginn annar en Drottinn Guð þinn sem getur bjargað þér.
Hann einn getur gefið sanna hamingju, sannan frið, hvort
heldur er þjóðum eða einstaklingum.
Hugsum okkur, að við værum stödd í brennandi húsi og
værum sofandi. Það fyrsta, sem við þyrftum til að bjargast
væri auðvitað að vakna. Það hafa margir farist í eldsvoða, af
því að þeir hafa ekki vaknað, eða þá ekki fyrr en um seinan.
Það var ef til vill enginn, sem kallaði til þeirra: „Vakna þú!
Vakna þú,“ eins og Jesaja kallaði til þjóðar sinnar. Hann