Norðurljósið - 01.01.1984, Qupperneq 39
NORÐURIJÓSIÐ
39
sköpuð fullkomin og byggð, en síðar lögð í eyði. Hann fræðir
meira um smáatriði, staðhæfir, að áður en jörðin varð auðn
og tóm, hafi lífið verið til og borgir byggðar: Hann telur, að
eyðileggingin hafi komið sem afleiðing af reiði Guðs, sem án
efa beindist að byggjendum jarðar vegna alls hins illa, sem
átti sér stað hjá íbúum jarðar, vegna alls hins illa á tímanum á
undan Adam. Auðveldlega gat átt sér stað: að tortiming þessi
hafi komið vegna misnotkunar kjarnorku. Guð í reiði sinni
við hið illa, gat hafa leyft, að menn skyldu þjást vegna mis-
notkunar slíkra afla. Misnotkun kjarnorku, sem er í höndum
vondra manna nú á dögum, gæti, ef Guð grípur ekki fram í,
valdið því: að jörðin verði aftur auðn og tóm, ef sá tortím-
ingarkraftur, sem í kjarnorkunni býr, verður til fulls hag-
nýttur.
Menning á undan Adam?
Jeremía talar um heim, mönnum byggðan, sem vegna syndar
var tortímt, jörðin auð og tóm. Ef til vill báru íbúar hans
ábyrgð á því, að laus urðu öfl, sem þeir réðu ekkert við,
yfirbuguðu þá og heiminn með þáverandi menningu. Þannig
leyfði Guð hinu illa, að það bæri fullþroskaðan ávöxt, jörðin
yrði óbyggileg. Jeremía spámaður ritar á þessa leið:
„Ég leit á jörðina, og hún var auð og tóm; ég horfði til
himins, og Ijós hans var slokknað. Ég leit áfjöllin, og sjá, þau
nötruðu, og allar hœðirnar, þær bifuðust.
Ég litaðist um, og þar var enginn maður, og allir fuglar
himinsins voru flúnir. Ég litaðist um og sjá, aldingarðurinn var
orðinn að eyðimörk, og a/lar borgir hans gjöreyddar af völdum
Drottins og hans brennandi reiði. “ (Jeremía 4. 23.-26.).
Vér höfum stöðugt haldið því fram, að Salómon hafði rétt
fyrir sér, er hann staðhæfir: Það sem hefir verið, það mun
verða, og það sem gjörst hefir, það mun gjörast, og ekkert er
nýtt undir sólinni. Sé nokkuð nýtt, er um verði sagt: Sjá, þetta
er nýtt, þá hefir það orðiðfyrir löngu á dögum, sem á undan oss
voru. “ (Predikarinn 1.9. ÍO.).
Er uppgötvað hafði verið, að unnt var að kljúfa frum-