Norðurljósið - 01.01.1984, Page 60

Norðurljósið - 01.01.1984, Page 60
60 NORÐURIJÚSIÐ handlegginn og fótinn af þessum kæra dreng, gerði hann boð eftir mér, og það var á þeim degi sem ég heyrði af vörum hans fagnaðarerindið boðað í fyrsta sinn: „Læknir,“ sagði hann. „Tími minn er kominn. Ég býst ekki við að sjá aðra sólarupprás, en ég þakka Guði, að ég er viðbúinn að fara, og áður en ég dey langar mig til að þakka þér af öllu hjarta fyrir góðsemi þína við mig. Læknir, þú ert Gyðingur; þú trúir ekki á Jesúm, viltu gjöra svo vel að standa hérna og horfa á mig deyja, og sjá hvernig ég treysti frelsara mínum fram til loka- stundar lífs míns?“ Ég reyndi það, en gat það ekki, því að ég hafði ekki hugrekki til að sjá kristin dreng deyja fagnandi í kærleika þess Jesú sem mér hafði verið kennt að hata, svo að ég fór út úr herberginu í flýti. Um það bil tuttugu mínútum seinna fann sjúkraliðinn mig, þar sem ég sat í einkaskrifstofu minni með hendurnar fyrir andlitinu og sagði: „Læknir, Charlie Coulson vill sjá þig.“ „Ég er nýbúinn að líta á hann,“ svaraði ég, „og ég get það ekki aftur.“ „En læknir, hann segir að hann verði að sjá þig einu sinni enn áður en hann deyr.“ Þá ákvað ég að sjá hann, tala við hann nokkur vingjarnleg orð og leyfa honum að deyja, en ég var ákveðinn í því að ekkert orð af munni hans skyldi hafa minnstu áhrif á mig, að því er varðaði Jesú. Þegar ég kom inn á spítalann sá ég að það dró óðum af honum, svo að ég settist við rúm hans. Hann bað mig að taka í hönd sína og sagði: „Læknir, ég elska þig vegna þess að þú ert Gyðingur; besti vinurinn sem ég hef fundið í þessum heimi var Gyðingur.“ Ég spurði hann hver það væri. Hann svaraði: „Jesús Kristur, sem mig langar til að kynna þig fyrir, áður en ég dey, og viltu lofa mér, læknir, að gleyma aldrei því sem ég ætla að segja þér núna?“ Ég hét því og hann sagði: „Fyrir fimm dögum, þegar þú varst að taka handlegginn og fótinn af mér, bað ég Drottin Jesúm Krist að frelsa sálu þína.“ Þessi orð stungust djúpt inn í hjarta mitt. Ég gat ekki skilið hvernig hann gat að öllu leyti gleymt sjálfum sér og hugsað aðeins um frelsara sinn og ófrelsaða sál mína, á meðan ég var valdur að svo miklum sársauka. Það eina sem ég gat sagt við hann var þetta: „Jæja, kæri drengurinn minn, það verður bráðum allt i lagi með þig.“ Að svo mæltu fór ég frá honum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.