Norðurljósið - 01.01.1984, Side 61

Norðurljósið - 01.01.1984, Side 61
NORÐURIJÓSIÐ 61 og tólf mínútum seinna sofnaði hann „öruggur í faðmi Jesú.“ Mörg hundruð hermanna dóu á spítala mínum í stríðinu, en ég fylgdi aðeins einum þeirra til grafar, það var Charlie Coulson, ungi bumbuleikarinn, og ég reið þrjár mílur til að sjá hann grafinn. Ég lét klæða hann í nýjan einkennisbúning og setja í líkkistu liðsforingja sveipaða bandaríska fánanum. Síðustu orð þessa kæra drengs höfðu djúp áhrif á mig. Ég var þá ríkur af fjármunum, en ég hefði gefið hvern minn eyri ef ég hefði getað átt sama hugarfar til Krists og Charlie hafði; en slíkt er ekki hægt að kaupa fyrir peninga, Því miður, þá gleymdi ég fljótlega hinni stuttu prédikun kristna her- mannsins, en ég gat ekki gleymt drengnum sjálfum. Ég veit nú, að ég var þá undirorpinn djúpri sannfæringu um synd, en ég barðist gegn Kristi með öllu hatri rétttrúaðs Gyðings í nærri því tíu ár, þangað til að bæn drengsins var loksins svarað og Guð frelsaði sál mína. Um það bil átján mánuðum eftir afturhvarf mitt sótti ég bænasamkomu í borginni Brooklyn. Það var ein af þeim samkomum þar sem kristnir vitna um kærleika og gæsku síns kæra frelsara. Eftir að nokkrir þeirra höfðu talað, reis öldruð kona upp og sagði: „Kæru vinir, þetta getur verið síðasta skiptið, sem ég nýt þeirra forréttinda að vitna um Krist. Heimilislæknirinn minn sagði mér í gær, að hægra lungað væri nærri því alveg búið að vera og vinstra lungað er mjög sýkt, þannig að í hæsta lagi hef ég aðeins stuttan tíma til að vera með ykkur; en það sem er eftir af mér tilheyrir Jesú. Ó, það er mikil gleði að vita að ég mun mæta drengnum mínum hjá Jesú á himnum. Sonur minn var ekki aðeins hermaður fyrir land sitt, heldur líka hermaður fyrir Krist. Hann særðist í orustunni við Gettys- burg og komst í hendur Gyðingalæknis, sem tók af honum handlegginn og fótinn, en hann dó fimm dögum eftir að- gerðina.“ Þegar ég heyrði vitnisburð þessarar konu, gat ég ekki setið kyrr lengur. Ég yfirgaf sæti mitt, fór yfir til hennar, tók í hönd henni og sagði: „Guð blessi þig, kæra systir mín, bæn drengsins þíns hefur verið heyrð og henni svarað. Ég er Gyðingalæknirinn sem Charlie þinn bað fyrir og frelsari hans er nú frelsari minn.“ (Þýtt. H.H.H.).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.