Norðurljósið - 01.01.1984, Síða 61
NORÐURIJÓSIÐ
61
og tólf mínútum seinna sofnaði hann „öruggur í faðmi Jesú.“
Mörg hundruð hermanna dóu á spítala mínum í stríðinu,
en ég fylgdi aðeins einum þeirra til grafar, það var Charlie
Coulson, ungi bumbuleikarinn, og ég reið þrjár mílur til að
sjá hann grafinn. Ég lét klæða hann í nýjan einkennisbúning
og setja í líkkistu liðsforingja sveipaða bandaríska fánanum.
Síðustu orð þessa kæra drengs höfðu djúp áhrif á mig. Ég var
þá ríkur af fjármunum, en ég hefði gefið hvern minn eyri ef
ég hefði getað átt sama hugarfar til Krists og Charlie hafði;
en slíkt er ekki hægt að kaupa fyrir peninga, Því miður, þá
gleymdi ég fljótlega hinni stuttu prédikun kristna her-
mannsins, en ég gat ekki gleymt drengnum sjálfum. Ég veit
nú, að ég var þá undirorpinn djúpri sannfæringu um synd, en
ég barðist gegn Kristi með öllu hatri rétttrúaðs Gyðings í
nærri því tíu ár, þangað til að bæn drengsins var loksins
svarað og Guð frelsaði sál mína. Um það bil átján mánuðum
eftir afturhvarf mitt sótti ég bænasamkomu í borginni
Brooklyn. Það var ein af þeim samkomum þar sem kristnir
vitna um kærleika og gæsku síns kæra frelsara. Eftir að
nokkrir þeirra höfðu talað, reis öldruð kona upp og sagði:
„Kæru vinir, þetta getur verið síðasta skiptið, sem ég nýt
þeirra forréttinda að vitna um Krist. Heimilislæknirinn minn
sagði mér í gær, að hægra lungað væri nærri því alveg búið
að vera og vinstra lungað er mjög sýkt, þannig að í hæsta lagi
hef ég aðeins stuttan tíma til að vera með ykkur; en það sem
er eftir af mér tilheyrir Jesú. Ó, það er mikil gleði að vita að
ég mun mæta drengnum mínum hjá Jesú á himnum. Sonur
minn var ekki aðeins hermaður fyrir land sitt, heldur líka
hermaður fyrir Krist. Hann særðist í orustunni við Gettys-
burg og komst í hendur Gyðingalæknis, sem tók af honum
handlegginn og fótinn, en hann dó fimm dögum eftir að-
gerðina.“ Þegar ég heyrði vitnisburð þessarar konu, gat ég
ekki setið kyrr lengur. Ég yfirgaf sæti mitt, fór yfir til hennar,
tók í hönd henni og sagði: „Guð blessi þig, kæra systir mín,
bæn drengsins þíns hefur verið heyrð og henni svarað. Ég er
Gyðingalæknirinn sem Charlie þinn bað fyrir og frelsari
hans er nú frelsari minn.“
(Þýtt. H.H.H.).