Norðurljósið - 01.01.1984, Síða 71
NORÐURIJÓSIÐ
71
allan þennan tíma, er þau fóru að þekkja fólkið, er sannar-
lega elskaði Drottin.
Ég get ekki trúað því, skilið, hvernig það getur langað til að
biðja fyrir okkur og að tala við okkur, sagði hann við konu
sína, þegar það veit ekki einu sinni, hver við erum.
Konan hans þagði, en í hjarta sínu vissi hún, að hann hafði
rétt fyrir sér. Sannleikurinn óx í hjarta hennar, uns hún fól
Jesú líf sitt.
Mikael er nú í endurhæfingu, sem er utan sjúkrahúss og í
því að vera með í hópi manna.
Fjölskylda hans sér hinn merkilega styrk, sem Mikael hefir
nú, það, sem hann leggur á sig til að ná sér alveg. Ef til vill
snertir Drottinn hjörtu þeirra líka, vegna dásamlegrar fyrir-
myndar trúar hans. Þau eru þegar komin nær en nokkru
sinni áður.
Mikael þarf enn uppörvunar að vita, að hann er sannarlegt
Guðs barn, og að með tímanum muni hann, með Guðs hjálp,
sigrast á þeim vandamálum, er fortíðin skóp honum.
Settu bara annan fótinn fram fyrir hinn, segi ég honum
stöðugt, og láttu Drottin leiða þig.
Er við biðjum saman, með símann á milli okkar, og ræðum
saman um ritninguna, þá er ég stöðugt minntur á þá gleði,
sem Drottinn hefir gefið honum. Viltu gjöra svo vel að biðja
daglega fyrir honum?
Að sjá Jesúm
í Lúkasarguðspjalli 19. kafla lesum við þessa frásögu: „Og
hann fór inn í Jeríkó og gekk í gegnum hana. Og sjá, þar var
maður nokkur, er Zakkeus hét, og hann var yfirtollheimtu-
maður og auðugur. Og hann leitaðist við að sjá Jesúm,
hvernig hann væri, og hann gat það, ekki fyrir mannfjöld-
anum, því að hann var litill vexti. Og hann hljóp fram fyrir og
steig upp í mórberjatré, til þess að hann gæti séð hann, því að
leið hans lá þar fram hjá. Og er Jesús kom þangað, leit hann
upp og sagði við hann: Zakkeus, flýt þér ofan, því að í dag
ber mér að dvelja í húsi þínu. Og hann flýtti sér ofan og tók á
móti honum glaður.“