Norðurljósið - 01.01.1984, Page 87
NORÐURI.JÖSIÐ
87
því, að vér höfum stigið yfir frá dauðanum til lífsins, vegna
þess að vér elskum bræðurna.
Greinilega mun nýja lífið gefa sig til kynna, af því að vér
elskum. Nýja lífið mun líka sýna sig í hegðun vorri.
Hvernig verðum vér Guðs börn?
Einmitt þetta er mörgum hið mesta vandamál.
Hvernig getur þetta gerst? Fyrst og fremst með því: að taka
á móti einhverju, sem rétt er að oss. Það gerum vér í trú.
Ritningin segir, að með hjartanu sé trúað til afturhvarfs
(réttlætis ísl. þýð.), og með munninum sé játað til hjálpræðis.
Trúin og játningin eru frumskilyrði þess, að fá að reyna lausn
frá gamla lifinu (líferninu).
Ritningin segir ennfremur: að hver, sem ákallar nafn
Drottins mun frelsast. Undantekning finnst hér engin, ekki
gerður greinarmunur á fólki. Allir geta öðlast hiutdeild í
frelsinu með því að snúa sér til Guðs í hreinskilinni bæn. Allt
er þetta svo greinilegt, að enginn þarf að villast. í Orðskvið-
unum stendur að sá, sem dylur yfirsjónir sínar, verður ekki
lángefinn. En sá, er játar þær og lætur af þeim, mun miskunn
hljóta. Það verður því að vera játning frammi fyrir augliti
Guðs, og ásetningur algjör, að snúið verði frá fyrra lífi í synd.
Ekki má heldur gefa sig Guði að nokkru leyti, heldur öllu.
Viljir þú fá að reyna, að ævi þín öll verði ný, þá verður þú að
vera fús til að sleppa hinu gamla. Það var þetta, sem var
unglingnum ríka um megn. Það kostaði of mikið: að sleppa
auðæfum sínum. Það var heldur ekki markmið Jesú: að gjöra
manninn fátækan. Hann vildi reyna hann, hvort hann teldi
betra: jarðneskan ríkdóm eða himneskan auð. Hefði hann
valið himneska auðinn, gæti hans jarðneski ríkdómur hafa
orðið til mikillar blessunar, bæði honum og öðrum. Nú gekk
hann hryggur í burtu frá Jesú.
Hrífi þig meira það, sem ferst, en að eiga frelsaða sál, getur
þú aldrei vænst þess, að þú náir til himinsins. En leitir þú
fyrst Guðs ríkis, muntu fá allt hitt aukreitis. Ó, að mennirnir
gætu skilið þetta, í stað þess að halda áfram í syndum sínum,
og glatast að lokum.