Norðurljósið - 01.01.1984, Síða 93
NORÐURI.JÓSIÐ
93
(börnum Guðs) er gefið að þekkja þau til að færa þau sér í
nyt. Eigingirni, og að hann hugsi aðeins um sjálfan sig, er
fjarlægt eðli Guðs. Gagnstætt því, hann leitar til innstu linda
eðlis síns, sem er guðlegt, til að úthella blessun sinni yfir það,
sem hann hefir skapað. „Svo elskaði Guð heiminn, að hann
gaf . . .,“ og „af gnægð hans höfum vér allir þegið, náð á náð
ofan.“ „Hann þyrmdi ekki sínum eigin syni, heldur framseldi
hann fyrir oss alla, hví skyldi hann ekki ríkulega gefa oss alla
hluti með honum?“
Guð skapaði manninn í upphafi til að verða hluttakanda í
náð hans og dýrð. En maðurinn missti þessi sérréttindi sín af
því að hann féll. Markmið komu frelsarans var: að endur-
leysa manninn, svo að hann kæmist aftur á þann stað, sem
hann átti í upphafi. Þetta gerði hann sem fulltrúi mannsins,
er hann bar fram friðþægingar fórn sína á krossinum. Þess
vegna er nú unnt, bæði andlega og á sviði reynslunnar, að
náð Guðs og dýrð geti birst í lífi hinna endurleystu, ef afstaða
þeirra verður — eins og ætlast var til í upphafi — að vera
honum háður eins og barn. Drottinn bíður þess, að þarfir
okkar verði honum áskorun, sem vér komum með til hans í
trú. (George Muller í Bristol ól upp 10.000 munaðarlaus
börn og bað Guð um allt, en mennina um ekkert. S.G.J.)
Heilshugar verður traustið að vera, jafn blátt áfram þetta:
Drottinn, er nafnið þitt Undursamlegur? Getur þú fram-
kvæmt undursamlega hluti? Sé það svo, þá er ég hér sjálfur;
ævi mín — Öll mín vandamál og allar mínar kringumstæður,
hluturinn jafnvel, sem mér er efst í huga. Vilt þú nú ekki sýna
það, að þú ert mín megin og fyrir sakir dýrðar nafns þíns? Ég
þakka þér.
Vera má, að breyting sjáist engin þegar í stað. Eigi að síður
er hann að starfi. Vera má, hann svari ekki á þann hátt, sem
vér bjuggumst við, að hann mundi gjöra. En vér megum samt
vera viss um, að hann gjörir það, sem oss er fyrir bestu. Ekki
megum vér blygðast vor, þótt vér komum með eitthvert lít-
ilræði til hans, því að mikilleiki Guðs verður ekki mældur
með stóru einu, heldur og með litlu, þúsundföldum smá-
munum. Það, sem heimili konungs er veisla, það er brauð-
moli spörfugli. Hann leggur það til, sem vér þörfnumst og