Norðurljósið - 01.01.1984, Side 102
102
NORÐURIJÓSIÐ
yður, að jafnvel Salómon í allri dýrð sinni var ekki svo búinn
sem ein þeirra. Fyrst Guð nú svo skrýðir gras vallarins, sem í
dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá
ekki miklu fremur klæða yður, þér lítil trúaðir? Segið því
ekki áhyggjufullir: Hvað eigum vér að eta eða hvað eigum
vér að drekka eða hverju eigum vér að klæðast? En leitið
fyrst ríkis hans og réttlætis, og þá mun allt þetta veitast yður
að auki. Verið því ekki áhyggjufullir um morgundaginn, því
að morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur; hverjum degi
nægir sín þjáning.“
Er það þá unnt — eftir slíka uppörvun frá Drottni sjálfum
— að halda áfram að lifa með áhyggjur og kvíða? Davíð segir
í 37. Sálmi: „Treystu Drottni... fel Drottni vegu þína, hann
mun vel fyrir sjá. Ver hljóður fyrir Drottni og vona á hann.“
(Lesið 1.-7. grein Sálmsins.).
Við erum áhyggjufull. En þegar við rannsökum, hvers
vegna við erum það, þá uppgötvum við að rót þeirra er
vantrú. . .. Óttinn lamar hugrekki okkar, er við eigum að
mæta óvissri framtíð. Þá er gleði okkar horfin. Þetta væri
hryggilegt, ef við ættum ekki Drottin að. En hve mörgum er
haldið í ánauð vegna þess, að þeir skilja ekki mikilleik hans
og náð. En áhyggjur hverfa og vantrú er útskúfað, þegar vér
lærum, hvernig hjartalag hans er. Ábyrgðina leggjum vér þá
á herðar honum, gerum það eitt, er oss ber að gera. Það er:
Ábyrgðina er hann látinn bera, og vér færum oss mátt hans í
nyt.
Allt hefir Drottinn skapað í ákveðnum tilgangi, og með
fyrirhyggju að sjá um það. Purpura klæddri fjólunni skýlir
hann, undir örmum voldugrar eikar. Alpa-rósina skrýðir
hann flaueli í háfjöllum Alpanna. Fuglunum gefur hann
sönginn og dýrunum hljóð þeirra. Maurunum lánar hann
visku og kanínunum, sem velja sér bústað í klettunum.
(Orðskv. 30. 26.). Lækirnir niða, og straumarnir hefja upp
raust sína, alveg samkvæmt ásköpuðu eðli þeirra. Eldingar
leiftra, þrumur drynja, einnig samkvæmt eðli sínu, sköpuðu.
Hann gefur snjó eins og ull, stráir út hrími sem ösku. 1
haglinu hylur hann fjársjóði og leyndardóma í dropum
regnsins. Dýrmæta hluti hylur hann inni í fjöllunum. Hæðin