Norðurljósið - 01.01.1984, Page 102

Norðurljósið - 01.01.1984, Page 102
102 NORÐURIJÓSIÐ yður, að jafnvel Salómon í allri dýrð sinni var ekki svo búinn sem ein þeirra. Fyrst Guð nú svo skrýðir gras vallarins, sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér lítil trúaðir? Segið því ekki áhyggjufullir: Hvað eigum vér að eta eða hvað eigum vér að drekka eða hverju eigum vér að klæðast? En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, og þá mun allt þetta veitast yður að auki. Verið því ekki áhyggjufullir um morgundaginn, því að morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur; hverjum degi nægir sín þjáning.“ Er það þá unnt — eftir slíka uppörvun frá Drottni sjálfum — að halda áfram að lifa með áhyggjur og kvíða? Davíð segir í 37. Sálmi: „Treystu Drottni... fel Drottni vegu þína, hann mun vel fyrir sjá. Ver hljóður fyrir Drottni og vona á hann.“ (Lesið 1.-7. grein Sálmsins.). Við erum áhyggjufull. En þegar við rannsökum, hvers vegna við erum það, þá uppgötvum við að rót þeirra er vantrú. . .. Óttinn lamar hugrekki okkar, er við eigum að mæta óvissri framtíð. Þá er gleði okkar horfin. Þetta væri hryggilegt, ef við ættum ekki Drottin að. En hve mörgum er haldið í ánauð vegna þess, að þeir skilja ekki mikilleik hans og náð. En áhyggjur hverfa og vantrú er útskúfað, þegar vér lærum, hvernig hjartalag hans er. Ábyrgðina leggjum vér þá á herðar honum, gerum það eitt, er oss ber að gera. Það er: Ábyrgðina er hann látinn bera, og vér færum oss mátt hans í nyt. Allt hefir Drottinn skapað í ákveðnum tilgangi, og með fyrirhyggju að sjá um það. Purpura klæddri fjólunni skýlir hann, undir örmum voldugrar eikar. Alpa-rósina skrýðir hann flaueli í háfjöllum Alpanna. Fuglunum gefur hann sönginn og dýrunum hljóð þeirra. Maurunum lánar hann visku og kanínunum, sem velja sér bústað í klettunum. (Orðskv. 30. 26.). Lækirnir niða, og straumarnir hefja upp raust sína, alveg samkvæmt ásköpuðu eðli þeirra. Eldingar leiftra, þrumur drynja, einnig samkvæmt eðli sínu, sköpuðu. Hann gefur snjó eins og ull, stráir út hrími sem ösku. 1 haglinu hylur hann fjársjóði og leyndardóma í dropum regnsins. Dýrmæta hluti hylur hann inni í fjöllunum. Hæðin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.