Norðurljósið - 01.01.1984, Side 117
NORÐURIJÓSIÐ
117
að bjóða. Allir hreinskilnir menn, sem hafa reynt skemmt-
analíf heimsins til þrautar, vita með sjálfum sér, að ekkert
nema tómleikinn varð eftir, þegar allt var þurrausið. Og
margur er sá maður í dag, sem sér eftir eyddu lífi, sóuðum
fjármunum, jafnvel aleigunni og enga varanlega ánægju
fengið í staðinn.
Þeim mönnum ætti slíkt tilboð frá Guði að vera kærkomið.
„Heyrið, allir þér sem þyrstir eruð,“ andlega þyrstir, og eiga
ekkert. Guð býður þér sem ert allsvana fullkomið hjálpræði
að gjöf.
Því miður fer svo fyrir mörgum, að þeir vilja samt reyna
það sem heimurinn hefur að bjóða, þótt þeir viti allt þetta;
þeir fara ekki eftir áminningunni: Leitið Drottins, meðan
hann er að finna.
Eitt vitum við fyrir víst: I dag er Drottin að finna, en
dagurinn á morgun er hulin ráðgáta. Enginn lifandi maður
ræður morgundeginum. Tvennt getur komið fyrir, sem er
alveg öruggt. Dauðinn gæti e.t.v. vitjað okkar, eða Drottinn
Jesús komið aftur og tekið hina trúuðu heim samkvæmt
fyrirheiti sínu. Þess vegna er það bæði skynsamlegt og áríð-
andi að taka við hjálpræði Guðs í dag.
Hjálpræðið, sem okkur er boðið, fæst fyrir trúna á Jesúm
Krist, sem var fómfærður okkar vegna. Biblían talar mjög
skýrt um þann sannleika, já, svo skýrt, að hvert barn ætti að
skilja hann.
Hjálpræðið byggist fyrst og fremst á fórnardauða Jesú
Krists í okkar stað, fyrirgefningin er í blóði hans. í öðru lagi
öðlast menn hjálpræðið eingöngu fyrir trú á hann, og í þriðja
lagi fæst hjálpræðið eingöngu af náð.
Páll postuli segir það svo skýrt í bréfi sínu til Efesusmanna:
„Því að af náð eruð þér hólpnir orðnir, fyrir trú, og það er
ekki yður að þakka, heldur Guðs gjöf, ekki af verkum, til
þess að enginn skuli geta þakkað sér það sjálfum.“ (Ef. 2. 8.).
Tilboð þetta stendur þér til boða, en hvað ætlar þú að gera
í málinu? Margir doka við þegar þeir byrja að reikna kostn-
aðinn, þó hugleiða þeir ekki hvað það kostaði Guð mikið að
frelsa okkur, heldur hitt, hvernig nú vinir og kunningjar
munu e.t.v. bregðast við fréttunum um, að þeir væru farnir