Norðurljósið - 01.01.1984, Síða 118
118
NORÐURI.JÓSIÐ
að trúa á Drottin Jesúm Krist. Því miður hafa margir hætt við
að taka á móti fyrirheiti Guðs fyrir hræðslu sakir, missa af
tækifærinu og munu þess vegna glatast. Lífið er alvarlegt,
dauðinn ennþá alvarlegri. Hvorki frægð eða auðæfi þurfa að
vera hindrun fyrir nokkurn mann að treysta Guði.
Hinn kunni fjármálamaður Pierpoint Morgan lét eftir sig
aragrúa af peningum og öðrum eignum. Erfðaskrá hans var
mikil ritgerð, um tíu þúsund orð. í henni komu fram óskir
hans um, hvernig ætti að fara með arfinn á sem skynsam-
legastan hátt. En í upphafi erfðaskrárinnar hafði hann ritað
þessi orð: „Ég fel sálu mína í hendur Frelsara mínum, í fullu
trausti á að hann, eftir að hafa endurleyst hana og hreinsað í
dýrmætu blóði sínu, muni hann leiða hana fram fyrir hásæti
míns himneska Föður. Ég sárbæni börnin mín að verja, með
hvaða hætti sem er, þá blessuðu kenningu um fullkomna
friðþægingu fyrir synd í blóði Jesú Krists, sem einu sinni var
fórnfærður, og eingöngu fyrir það.“
Jesús Kristur er hinn sami í dag og hann var í gær. Hann er
ennþá hinn sami Frelsarinn jafnt fyrir ríka sem fátæka.
Ennþá bíður hann eftir að þú takir ákvörðun, en eftir hverju
bíður þú?
Segðu eins og sálmaskáldið:
Héðan úr þrældómi, þrautum og nauð
Kristur ég kem.
Til þín í frelsi, fögnuð og auð.
Kristur ég kem til þín.
Héðan úr stríði í himneska ró,
héðan úr sorg í eilífa fró.
Héðan úr synd í sakleysi nóg,
Kristur ég kem til þín.
Þá leiðir skiljast lífs á braut
og liðin verður sérhver þraut,
er gott að koma heim til hans
sem hefir bjargað sálu manns.
Á. J.