Norðurljósið - 01.01.1984, Side 125
NORÐURLJÓSIÐ
125
Stöðvaður
Eftir Frank Mangs
Ungur maður var niðri við höfnina. Fram og aftur reikaði
hann þar. Regnið lamdi hann í andlitið. Vindurinn þreif og
togaði í þunnan jakkann. Frakka hafði hann átt fyrir tæpri
viku. En í veðlánarans hendur fór hann þá.
Nú var komin nótt. Allt var grátt og kalt. Ölstofan var
lokuð. Ekki var hann svo drukkinn, að hann hefði ekki
fengið gistingu, í ódýrari gistihúsum, ef hann hefði átt 2
krónur til að greiða fyrir ódýrasta rúm, Ekki voru miklar
líkur á því, að hann fyndi, svo síðla nætur, þá gjafmildu
manneskju, sem gæfi honum 2 krónur, það var ekki líklegt. í
lögreglustöðina gat hann farið. En þá var betri brunavarð-
stofan.
Auk þessa var hann uppgefinn á tilverunni, svo að honum
gramdist ekki, þó að hann væri herbergislaus þessa hvass-
viðrisnótt. Það var ein hugsun, er honum hafði fylgt, bæði
dag og nótt. Var þá ekki best, að hún yrði að veruleika eins
fljótt og unnt var.
Bylgjurnar skullu á bryggjukantinum. er þær æddu inn
höfnina. Honum fannst, að bylgjurnar, hver um sig, bentu
honum á sig, veifuðu til sín, litu lokkandi til sín. Út í þær
ætlaði hann að stökkva, enda allt. Brennivínsþorstinn hyrfi,
— sem annars gaf honum aldrei frið. Lokið væri fátæktinni,
sem gjörði hann klæðlausan, heimilis- og vinalausan. Hann
ætlaði blátt áfram að hverfa frá öllu þessu.
Á bryggjubrúninni stóð hann, horfði niður í djúpið, tilbú-
inn að stökkva og hverfa á næstu sekúndu. Á bak við sig
heyrði hann þá vingjarnlega rödd, er spurði:
Getur þú lánað mér eldspýtu? 1 rigningunni slokknaði í
vindlingnum mínum. Ég hefi ekkert til að kveikja í honum
aftur.
Örlögum þrungið var það, að maðurinn kom einmitt þá, er
það kostaði ekki minnstu áreynslu að enda sitt fátæka líf.
Ölduniðurinn, var hann ekki indælli hljómkviðu líkur?
Regnið og vindurinn — var það ekki sú hugsun: að hverfa frá