Norðurljósið - 01.01.1984, Side 135

Norðurljósið - 01.01.1984, Side 135
NORÐURIJÓSIÐ 135 því aðeins á þann hátt get ég afborið það, og ég hefi engum um að kenna ólán mitt, nema sjálfri mér. Eins og þú veist, María, missti ég mjög snemma foreldra mína. En móðursystir mín, sem þótti eitthvað undarleg og sérvitur, en var álitin að vera mjög rík, ól mig upp. En líf mitt var einmanalegt, og því meir sem ég eltist, því meiri löngun vaknaði hjá mér eftir félagsskap, hluttekningu og kærleika. Ég var einmitt seytján ára, þegar móðursystir mín fór með mig til skemmtilegs baðvistarstaðar, þar sem margt manna var saman komið. Hún gekk aldrei út á morgnana, svo mér var frjálst að reika um ströndina eins og ég vildi. Einn dag heyrði ég söng álengdar, og þegar ég kom nær, sá ég, að verið var að halda barna-guðsþjónustu. Ég gleymdi sálmunum, bænunum og öllu, sem þar fór fram, nema einni ritningar- grein, sem tilfærð var einhvern tíma meðan á samkomunni stóð, ég vissi ekki af hverjum, eða í hvaða sambandi, en þessi fáu orð, sem töluð voru í hátíðlegum og alvarlegum rómi, þrengdu sér inn í hjarta mitt: „Hvernig fáum vér undan komist, ef vér vanrækjum slíkt hjálpræði?" Ég beið þangað til samkoman var úti, þá fór ég heim, en allt var gleymt nema þessi orð: „Komist undan“ — „Hjá- lpræði“. Þau hljómuðu aftur og aftur í eyrum mér, og ég gat ómögulega gleymt þeim: þau fylgdu mér það sem eftir var dagsins. Hvað var það, sem ég þurfti að komast undan? Hvað var þetta mikla hjálpræði? Auðvitað hafði ég verið alin upp við ytri trúrækni, en ég hafði aldrei hugsað út í það, að slíkt snerti sjálfa mig persónulega; ég skoðaði það sem viðtekna siðvenju, og ekkert meira. En nú fór ég að hugsa málið, og því meir, sem ég hugsaði, því órólegri varð ég. Og þetta sama kvöld hitti ég föður þinn í fyrsta sinn. Tvær mestu úrslitastundir lífs míns komu yfir mig sama daginn. Hann var gestur í sama gistihúsinu, sem við dvöldum í, og einhver, sem þekkti okkur bæði, kynnti okkur hvort öðru. Ungur var hann og laglegur, og mjög hugsunarsamur og kurteis við móðursystur mína, svo hann ávann sér fulla vin- áttu hennar. Og hann var jafnvel ennþá kurteisari, þegar ég átti hlut að máli, en jafnframt svo hæverskur og háttprúður, að fyrr en mig varði, hafði hann lagt mitt unga hjarta í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.