Norðurljósið - 01.01.1984, Síða 143
NORÐURI.JÓSIÐ
143
sérlega háar hugmyndir um karlmennina eða hjónabands-
sæluna; og þær héldust óbreyttar, þangað til — en ekki meira
um það; þann hluta sögu minnar má ég ekki segja að sinni.
Hér um bil tveim mílum lengra fram með trjágöngunum,
lá gangstétt gegnum skóginn, og eftir henni gekk ég að lítilli
en mjög fallegri kirkju, sem var að nokkru leyti hulin vafn-
ingsviði.
Þótt Clivesden lávarður væri hlyntur öllu því, sem heyrði
til fríhyggju og vantrú, var hann, stöðu sinnar vegna, sem
eigandi óðalsins, neyddur til að halda við litlu kirkjunni í
skóginum, en presturinn varð honum háður, og fólkið hafði
annaðhvort gerst hirðulaust um andleg efni, eða drukkið í sig
skoðanir lávarðsins.
Ég var orðin vön við að fara alein á sunnudagana til hinnar
andlausu messugerðar, því það var of langt fyrir móður mína
að ganga þangað. En þennan morgun vissi ég fyrst, hvers
vegna faðir minn hafði aldrei komið í kirkju, frá því ég
mundi fyrst eftir mér. Og þegar ég gekk að stóra eikar-
stólnum, sem ég sat í einsömul, komu tárin aftur fram í augu
mér, og ég fór óljóst að gera mér grein fyrir því, hvað það
hlaut að hafa kostað móður mína, að standa á móti vilja
föður míns, og kosta kapps um að ég yrði alin upp að minnsta
kosti við einhverja útvortis trúrækni.
Já, hún var aðeins útvortis; ég vissi varla, hvað móðir mín
átti við, þegar hún áminnti mig um að gefa mig þeim frelsara á
vald, sem hún hafði hafnað fyrir mörgum árum síðan. En ég
hafði borið lotningu fyrir þessum ytri guðræknisiðkunum,
sem helgum hlutum, og þegar ég beygði höfuð mitt niður að
bekknum fyrir framan mig, fór hrollur um mig við hugsun-
ina um það, að ég væri dóttir vantrúarmanns.
Kirkjufólkið var mjög fátt; og presturinn, sem var að reyna
að gera skyldu sína, þrátt fyrir það ofurefli, sem hann átti við
að etja, var hugdeigur á svip, og var það engin furða. Það var
ekki nema sex manns í kirkju, fyrir utan tvö börn — aðeins
hinir fáu sveitamenn, sem bjuggu og unnu í skóginum. Al-
drei kom nokkur maður þangað frá höfuðbólinu.
Ég hlustaði á messugerðina hugsunarlaust, því ég kunni
hana hér um bil utan að. En þegar presturinn las ritningar-