Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 13
13
um tíma sem þær hafa verið ritaðar. Og jeg held
því fram, að ágætasta hlutann af eldri bókmennt-
unum, sem hefur verið margveginu og aldrei hefur
ljetzt, megum vjer ekki afrækja — ekki einu sinni
fyrirþað, sem bezt er í nútíðarbókmenntunum.
En að sjálfsögðu verða þeir, sem eingöngu ætla
að halla sjer að góðu bókunum, að hafa það hug-
fast, að svo framarlega sem þeir ætli að hafa þeirra,
jeg vil ekki segja full not, heldur viðunanleg not,
þá dugar ekki sá lestur, sem nú tíðkast almennast.
Því er ekki að eins svo varið, að bezti skáldskapur-
inn i bundnu og óbundnu máii þoli að lesast opt-
sinnis, heldur læra menn ekki að meta hið sanna
gildi hans á annan hátt. Hverju erum vjer nær,
hver fegurðarauki er það fyrir sálir vorar, þó að
vjer höfum heyrt eitthvert af frægustu iistaverkum
tónskáldanna leikið á hljóðfæri einu sinni fyrir svo
og svo mörgum árum? Hverju erum vjer nær nú,
þó að vjer höfum farið í bað einu sinni, eða gengið
spölkorn oss til hressingar einhvern tíma í hittifyrra?
Eins höfum vjer mjög lítið gagn at þeim listaverk-
um, sem vjer höfum lesið einhvern tíma endur fyrir
löngu einu sinni. Odauðlegu skáldin þarf að lesa
aptur og aptur, þangað til andi þeirra hefur tii
fulls samþýðzt eðlisfari voru. Þau þarf að lesa
stöðugt, svo að hugsjónaheimur þeirra umkringi oss
stöðugt mitt í veruleikans heimi. Þau þarf að lesa
daglega, svo að göfugu hugsanirnar geti vakið
oss með hverjum deginum og hitinn vermt oss, eins
og vjer þurfum á hverjum degi að láta ljós himins-
ins fylla augu vor og glóð sólarinnar verma blóð
vort. Og mjer liggur við að undirskrifa það, sem
Pósitívistinn Frederick Harrison segir, kenningu, sem
auðvitað er ekki nema sjálfsögð frá sjónarmiði hans